Brenton: Við erum með nóg af mönnum sem geta skorað 25. mars 2009 14:37 Brenton Birmingham Brenton Birmingham setti á svið sýningu síðast þegar Grindvíkingar sóttu Snæfellinga heim í Iceland Express deildinni. Liðin mætast í kvöld öðru sinni í undanúrslitaeinvígi sínu eftir að Grindvíkingar unnu fyrsta leikinn. Vísir setti sig í samband við Brenton Birmingham og spurði hann út í leik kvöldsins og stórleik hans sjálfs í Hólminum þann 1. mars þegar hann skoraði 48 stig. "Við förum inn í þennan leik í kvöld með það í huga að staðan í einvíginu sé jöfn 0-0. Við höfum ekki gert neitt ennþá annað en að verja heimavöllinn og Snæfell mun berjast fyrir lífi sínu til að gera það sama í kvöld," sagði Brenton. Grindvíkingar fóru á kostum í fyrsta leiknum í fyrrakvöld og unnu 110-82 stórsigur, þar sem þeir náðu að keyra upp hraðann og hittu vel úr langskotunum. Við spurðum Brenton hvort Grindvíkingar ætluðu að bjóða upp á svipaða takta í kvöld. "Grindavíkurliðið hefur aldrei verið í vandræðum með að skora og það sama á við í dag. Við erum hinsvegar að reyna að breyta þessum hugsunarhætti dálítið núna og einbeita okkur meira að varnarleiknum. Sóknarleikurinn mun alltaf koma hjá okkur, við höfum engar áhyggjur af því, en vörnin er aðalmálið og við verðum að reyna að halda Snæfellingum niðri í sínum sóknarleik," sagði Brenton. "Snæfellsliðið vill halda stigaskorinu í kring um 70 stigin, spila grimma vörn og vinna baráttuna um fráköstin, en við viljum auðvitað spila hraðar. Þetta verður spurning um það hvort liðið nær að spila sinn leik." Brenton átti sannkallaðan stórleik þegar liðin mættust í Stykkishólmi þann 1. mars sl. Þar skoraði hann 48 stig og setti 9 þrista í eins stigs tapi Grindavíkur 89-88. Við spurðum Brenton hvort hann yrði með þann leik á bak við eyrað þegar hann stígur inn á völlinn í kvöld. "Það getur vel verið að maður hugsi um það, en ég er ekki maður sem stígur inn á völlinn og hugsar með sér að hann verði að skora mikið - sérstaklega ekki í seinni tíð. Ég reyni bara að skila mínu fyrir liðið. Í leiknum á móti Snæfelli forðum hitti ég úr tveimur fyrstu skotunum mínum og datt í stuð og þjálfarinn sagði strákunum að koma boltanum til mín af því ég var heitur. Við erum samt með nóg af strákum sem geta skorað og mér er alveg sama hvað ég skora mikið af við vinnum leikinn," sagði þessi geðþekki leikmaður. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Vísir mun fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu úr Fjárhúsinu. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
Brenton Birmingham setti á svið sýningu síðast þegar Grindvíkingar sóttu Snæfellinga heim í Iceland Express deildinni. Liðin mætast í kvöld öðru sinni í undanúrslitaeinvígi sínu eftir að Grindvíkingar unnu fyrsta leikinn. Vísir setti sig í samband við Brenton Birmingham og spurði hann út í leik kvöldsins og stórleik hans sjálfs í Hólminum þann 1. mars þegar hann skoraði 48 stig. "Við förum inn í þennan leik í kvöld með það í huga að staðan í einvíginu sé jöfn 0-0. Við höfum ekki gert neitt ennþá annað en að verja heimavöllinn og Snæfell mun berjast fyrir lífi sínu til að gera það sama í kvöld," sagði Brenton. Grindvíkingar fóru á kostum í fyrsta leiknum í fyrrakvöld og unnu 110-82 stórsigur, þar sem þeir náðu að keyra upp hraðann og hittu vel úr langskotunum. Við spurðum Brenton hvort Grindvíkingar ætluðu að bjóða upp á svipaða takta í kvöld. "Grindavíkurliðið hefur aldrei verið í vandræðum með að skora og það sama á við í dag. Við erum hinsvegar að reyna að breyta þessum hugsunarhætti dálítið núna og einbeita okkur meira að varnarleiknum. Sóknarleikurinn mun alltaf koma hjá okkur, við höfum engar áhyggjur af því, en vörnin er aðalmálið og við verðum að reyna að halda Snæfellingum niðri í sínum sóknarleik," sagði Brenton. "Snæfellsliðið vill halda stigaskorinu í kring um 70 stigin, spila grimma vörn og vinna baráttuna um fráköstin, en við viljum auðvitað spila hraðar. Þetta verður spurning um það hvort liðið nær að spila sinn leik." Brenton átti sannkallaðan stórleik þegar liðin mættust í Stykkishólmi þann 1. mars sl. Þar skoraði hann 48 stig og setti 9 þrista í eins stigs tapi Grindavíkur 89-88. Við spurðum Brenton hvort hann yrði með þann leik á bak við eyrað þegar hann stígur inn á völlinn í kvöld. "Það getur vel verið að maður hugsi um það, en ég er ekki maður sem stígur inn á völlinn og hugsar með sér að hann verði að skora mikið - sérstaklega ekki í seinni tíð. Ég reyni bara að skila mínu fyrir liðið. Í leiknum á móti Snæfelli forðum hitti ég úr tveimur fyrstu skotunum mínum og datt í stuð og þjálfarinn sagði strákunum að koma boltanum til mín af því ég var heitur. Við erum samt með nóg af strákum sem geta skorað og mér er alveg sama hvað ég skora mikið af við vinnum leikinn," sagði þessi geðþekki leikmaður. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Vísir mun fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu úr Fjárhúsinu.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti