Erlendir vilja fimmtung í Marel Food Systems 25. mars 2009 00:01 Marel Food Systems Óformlegar viðræður hafa átt sér stað um kaup evrópskra fjárfesta og fyrirtækja á tuttugu prósenta hlut í Marel Food Systems. Áhuginn mun vera allnokkur og hafa margir sýnt áhuga á að eignast ráðandi hlut, eða 51 prósent. Áætlað er að sala skili 40 milljónum evra hið minnsta, eða sex milljörðum króna. Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marel Food Systems, staðfesti að viðræður hefðu átt sér stað. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið. Eyrir Invest, stærsti hluthafinn, muni ekki selja úr eignasafni sínu náist samningar. Þetta er annað sinnið á viku sem greint er frá áhuga erlendra fjárfesta á íslensku stórfyrirtæki. Hitt er stoðtækjafyrirtækið Össur, sem Eyrir á fimmtungshlut í. Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur fallið um rúm fjörutíu prósent frá áramótum og fór undir 45 krónur á hlut í gær. Í kjölfar gengishrunsins eru hlutabréfin í þessu stærsta matvælavinnsluvélafyrirtæki heims afar ódýr í evrum og Bandaríkjadölum talið. Sama máli gegnir um hlutabréf Össurar. Víst þykir að hvorki er vilji hjá Marel Food Systems né stærstu eigendum að selja hlutabréf á núverandi markaðsgengi. Hins vegar er óvíst um stöðu hluthafanna. Eyrir Invest má ekki bæta við sig þótt það vildi án þess að brjóta yfirtökureglur. Óvíst er með burði annarra hluthafa. Marel Food Systems situr ekki sjálft á fimmtungshlut eigin bréfa og mun væntanleg sala fela í sér að einhverjir hluthafar minnka við sig auk þess sem heimild stjórnar til útgáfu á nýjum hlutum verður virkjuð náist samningar. Markaðir Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Óformlegar viðræður hafa átt sér stað um kaup evrópskra fjárfesta og fyrirtækja á tuttugu prósenta hlut í Marel Food Systems. Áhuginn mun vera allnokkur og hafa margir sýnt áhuga á að eignast ráðandi hlut, eða 51 prósent. Áætlað er að sala skili 40 milljónum evra hið minnsta, eða sex milljörðum króna. Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marel Food Systems, staðfesti að viðræður hefðu átt sér stað. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið. Eyrir Invest, stærsti hluthafinn, muni ekki selja úr eignasafni sínu náist samningar. Þetta er annað sinnið á viku sem greint er frá áhuga erlendra fjárfesta á íslensku stórfyrirtæki. Hitt er stoðtækjafyrirtækið Össur, sem Eyrir á fimmtungshlut í. Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur fallið um rúm fjörutíu prósent frá áramótum og fór undir 45 krónur á hlut í gær. Í kjölfar gengishrunsins eru hlutabréfin í þessu stærsta matvælavinnsluvélafyrirtæki heims afar ódýr í evrum og Bandaríkjadölum talið. Sama máli gegnir um hlutabréf Össurar. Víst þykir að hvorki er vilji hjá Marel Food Systems né stærstu eigendum að selja hlutabréf á núverandi markaðsgengi. Hins vegar er óvíst um stöðu hluthafanna. Eyrir Invest má ekki bæta við sig þótt það vildi án þess að brjóta yfirtökureglur. Óvíst er með burði annarra hluthafa. Marel Food Systems situr ekki sjálft á fimmtungshlut eigin bréfa og mun væntanleg sala fela í sér að einhverjir hluthafar minnka við sig auk þess sem heimild stjórnar til útgáfu á nýjum hlutum verður virkjuð náist samningar.
Markaðir Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira