Innlent

Kynna lista yfir mál sem þarf að ljúka fyrir þinglok

Listi yfir 22 mál sem stjórnarflokkarnir telja að brýnt sé að ljúka fyrir þinglok hefur verið kynntur fyrir formönnum stjórnmálaflokkanna og verður kynntur þingmönnum síðar í dag. Þetta kom fram í máli Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Birgis Ármannssonar þingmanns sem vildi vita hvaða mál ætti að leggja áherslu á fyrir þinglok.

Jóhanna vildi ekki fara nákvæmlega út í hvaða mál sé um að ræða en tilgreindi sérstaklega að sum þeirra varði greiðsluaðlögun einstaklinga sem Jóhanna sagði afar brýnt að koma á hreint fyrir kosningar. Birgir spurði ráðherran þá hvort ekki tilefni til þess að þingmenn einhendi sér í að klára mál sem væru sérstaklega brýn og geymi ágreiningsmál til næsta þings.

Jóhanna svaraði því til að brýn mál eigi að klára fyrir þinglok og um það væru menn sammála. Hins vegar væri það svo að sjálfstæðismenn hefðu annað mat á því hvaða mál teljist brýn en stjórnarflokkarnir. Þar nefndi hún sérstaklega stjórnlagaþing, breytingar á stjórnarskrá og ákvæði um auðlindir og þjóðaratkvæðagreiðslur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×