Viðskipti innlent

Enn fækkar í Kauphöll

Guðmundur Hauksson hefur verið leystur frá störfum fyrir SPRON hf. í kjölfar þess að Fjármálaeftirlitið tók sparisjóðinn yfir um helgina. Markaðurinn/Teitur
Guðmundur Hauksson hefur verið leystur frá störfum fyrir SPRON hf. í kjölfar þess að Fjármálaeftirlitið tók sparisjóðinn yfir um helgina. Markaðurinn/Teitur
Hlutabréf Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) voru tekin úr viðskiptum í Nasdaq OMX kauphöllinni íslensku í byrjun vikunnar að beiðni skilanefndar sjóðsins. Engin viðskipti hafa þó verið með bréfin í nokkurn tíma, en Kauphöllin stöðvaði þau sjötta október í fyrra, eftir fall bankanna, vegna óvissu á markaði sem skaðað gæti eðlilega verðmyndun.

Á laugardaginn var, 21. mars, tók Fjármálaeftirlitið (FME) yfir valdheimildir hluthafafundar Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis og vék stjórninni frá. Skipuð hefur verið skilanefnd til að fara með málefni SPRON, en Nýja Kaupþing tekur yfir skuldbindingar bankans. Í skilanefndinni eru Hlynur Jónsson, lögmaður sem er formaður, Davíð Arnar Einarsson, löggiltur endurskoðandi, Feldís Lilja Óskarsdóttir lögmaður, Guðrún Torfhildur Gísladóttir, löggiltur endurskoðandi, og Jóhann Pétursson lögmaður.

Þá hefur Guðmundur Hauksson forstjóri SPRON látið af störfum og Ólafur Haraldsson tekið yfir starfsskyldur hans í umboði skilanefndar, að því er fram kemur í tilkynningu FME. - óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×