Tíu prestar taka upp hanskann fyrir sr. Gunnar Ingimar Karl Helgason skrifar 16. október 2009 18:43 Tíu prestar, þar á meðal sóknarprestur fjölmennustu sóknar landsins, skrifa Biskupi bréf, til varnar séra Gunnari Björnssyni. Þeir telja að hættulegt fordæmi geti skapast, verði séra Gunnar færður til í starfi, vegna siðferðsbrots gegn ungum sóknarbörnum. Viðurkennt var fyrir dómi að séra Gunnar Björnsson, hefði kysst, strokið og leitað sér huggunar hjá barnungum stúlkum í Selfosssókn. Hann var sýknaður af ákæru um kynferðisbrot, en úrskurðarnefnd Kirkjunnar telur ótvírætt að Gunnar hafi brotið gegn siðareglum presta; þetta hafi verið siðferðisbrot. Séra Gunnar hefur verið í leyfi frá Selfossókn í næstum tvö ár, og málið hefur valdið deilum í sókninni. Sóknarnefndin er þó einhuga um að hann verði að víkja. Prestastefna fól Biskupi að leysa málið. Hann vill setja Gunnar í embætti sérþjónustuprests við Biskupsstofu; starfi sem hann geti þess vegna sinnt að heima. Þetta fellst séra Gunnar ekki á og vill brauðið til baka. Hann auglýsir fund í kvöld, þar sem stuðningsmenn hans eiga að koma saman. Tíu þeirra, úr prestastétt, hafa skrifað biskupi. Þeir segja meðal annars að þar sem Gunnar hafi verið sýknaður, eigi hann að taka við fyrri störfum. Fari ekki svo, skapist alvarlegt fordæmi sem geti orðið hættulegt öllum starfsmönnum þjóðkirkjunnar; ef ekki gildi hefðbundnar reglur samfélagsins sé nóg að kæra mann, sem hafi ekki þau mannréttindi að hægt sé að sýkna. Þá setji umræðan um séra Gunnar trúverðugleika kirkjunnar í mikinn háska. Og svo bæta prestarnir við að þeir sem hafi úrskurðað um siðferðisbrot séra Gunnars, hafi engar heimildir til þess. Undir þetta bréf skrifa meðal annars Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í fjölmennustu sókn landsins; þar fermast um 300 börn árlega; Valgeir Ástráðsson í Seljakirkju, Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur, og Auður Eir Vilhjálmsdóttir, fyrsta konan sem hlaut prestvígslu hér á landi. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Tíu prestar, þar á meðal sóknarprestur fjölmennustu sóknar landsins, skrifa Biskupi bréf, til varnar séra Gunnari Björnssyni. Þeir telja að hættulegt fordæmi geti skapast, verði séra Gunnar færður til í starfi, vegna siðferðsbrots gegn ungum sóknarbörnum. Viðurkennt var fyrir dómi að séra Gunnar Björnsson, hefði kysst, strokið og leitað sér huggunar hjá barnungum stúlkum í Selfosssókn. Hann var sýknaður af ákæru um kynferðisbrot, en úrskurðarnefnd Kirkjunnar telur ótvírætt að Gunnar hafi brotið gegn siðareglum presta; þetta hafi verið siðferðisbrot. Séra Gunnar hefur verið í leyfi frá Selfossókn í næstum tvö ár, og málið hefur valdið deilum í sókninni. Sóknarnefndin er þó einhuga um að hann verði að víkja. Prestastefna fól Biskupi að leysa málið. Hann vill setja Gunnar í embætti sérþjónustuprests við Biskupsstofu; starfi sem hann geti þess vegna sinnt að heima. Þetta fellst séra Gunnar ekki á og vill brauðið til baka. Hann auglýsir fund í kvöld, þar sem stuðningsmenn hans eiga að koma saman. Tíu þeirra, úr prestastétt, hafa skrifað biskupi. Þeir segja meðal annars að þar sem Gunnar hafi verið sýknaður, eigi hann að taka við fyrri störfum. Fari ekki svo, skapist alvarlegt fordæmi sem geti orðið hættulegt öllum starfsmönnum þjóðkirkjunnar; ef ekki gildi hefðbundnar reglur samfélagsins sé nóg að kæra mann, sem hafi ekki þau mannréttindi að hægt sé að sýkna. Þá setji umræðan um séra Gunnar trúverðugleika kirkjunnar í mikinn háska. Og svo bæta prestarnir við að þeir sem hafi úrskurðað um siðferðisbrot séra Gunnars, hafi engar heimildir til þess. Undir þetta bréf skrifa meðal annars Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í fjölmennustu sókn landsins; þar fermast um 300 börn árlega; Valgeir Ástráðsson í Seljakirkju, Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur, og Auður Eir Vilhjálmsdóttir, fyrsta konan sem hlaut prestvígslu hér á landi.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira