Flæktir í mörg hundruð kílóa kókaín smygl Andri Ólafsson skrifar 9. júní 2009 18:32 Þrír Íslendingar eru grunaðir um að vera flæktir í mörg hundruð kílóa kókaín smygl sem teygir anga sína til 13 landa.Grunur leikur á að Íslendingarnir tengist alþjóðlegum glæpasamtökum sem bendluð eru við fíkniefnamisferli og peningaþvætti. Málið er gríðarlega umfangsmikið en það hefur verið til rannsóknar í næstum eitt og hálft ár. Fyrsta handtakan var gerð fyrir tveimur vikum en þá var Reykvíkingur á þrítugsaldri handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Í gær lét lögreglan svo aftur til skarar skríða. Um morguninn var farið inn í fyrirtækið R. Sigmundsson en þar var Sigurður Ólason, stjórnamaður fyritækisins handtekinn. Á Litla-Hrauni var Ársæll Snorrason svo handtekinn en hann afplánar þar dóm fyrir fíkniefnamisferli. Sigurður og Ársæll voru báðir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness fyrir hádegi í dag. Tveir menn til viðbótar voru handteknir í gær en þeim var báðum sleppt að loknum yfirheyrslum. Þá var einn til viðbótar handtekinn í Hollandi. Sá heitir Johan Hendrik en hann hefur áður komið við sögu í fíkniefnamálum hér á landi Alls framkvæmdi lögreglan ellefu húsleitir vegna málsins gær en hún hefur notið liðsinnis Europol við rannsóknina. Hún teygir anga sína til 13 landa meðal annars í Evrópu, mið og suður Ameríku. Til rannsóknar er hvort og eða hvernig Íslendingarnir sem handteknir hafa verið tengist alþjóðlegum glæpasamtökum sem fást við peningaþvætti og fíkniefnamisferli. Þá er sérstaklega til rannsóknar meint tengsl þeirra við karlmann frá botni Miðjarðarhafs sem handtekinn var eftir að Europol lagði hald á nokkur tonn af sykurvökva sem innihélt nokkur hundruð kíló af kókaíni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er málið án fordæmis á Íslandi. En lögregla verst allra frétta. Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Þrír Íslendingar eru grunaðir um að vera flæktir í mörg hundruð kílóa kókaín smygl sem teygir anga sína til 13 landa.Grunur leikur á að Íslendingarnir tengist alþjóðlegum glæpasamtökum sem bendluð eru við fíkniefnamisferli og peningaþvætti. Málið er gríðarlega umfangsmikið en það hefur verið til rannsóknar í næstum eitt og hálft ár. Fyrsta handtakan var gerð fyrir tveimur vikum en þá var Reykvíkingur á þrítugsaldri handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Í gær lét lögreglan svo aftur til skarar skríða. Um morguninn var farið inn í fyrirtækið R. Sigmundsson en þar var Sigurður Ólason, stjórnamaður fyritækisins handtekinn. Á Litla-Hrauni var Ársæll Snorrason svo handtekinn en hann afplánar þar dóm fyrir fíkniefnamisferli. Sigurður og Ársæll voru báðir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness fyrir hádegi í dag. Tveir menn til viðbótar voru handteknir í gær en þeim var báðum sleppt að loknum yfirheyrslum. Þá var einn til viðbótar handtekinn í Hollandi. Sá heitir Johan Hendrik en hann hefur áður komið við sögu í fíkniefnamálum hér á landi Alls framkvæmdi lögreglan ellefu húsleitir vegna málsins gær en hún hefur notið liðsinnis Europol við rannsóknina. Hún teygir anga sína til 13 landa meðal annars í Evrópu, mið og suður Ameríku. Til rannsóknar er hvort og eða hvernig Íslendingarnir sem handteknir hafa verið tengist alþjóðlegum glæpasamtökum sem fást við peningaþvætti og fíkniefnamisferli. Þá er sérstaklega til rannsóknar meint tengsl þeirra við karlmann frá botni Miðjarðarhafs sem handtekinn var eftir að Europol lagði hald á nokkur tonn af sykurvökva sem innihélt nokkur hundruð kíló af kókaíni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er málið án fordæmis á Íslandi. En lögregla verst allra frétta.
Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira