Umfjöllun: HK fór létt með meistarana Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 14. desember 2009 22:45 Haukarnir áttu erfitt uppdráttar á móti frábærum varnarleik HK í kvöld. Þetta er því táknræn mynd. Mynd/Valli Í kvöld tók HK á móti taplausum Haukum í Digranesi í N1-deild karla í handknattleik. Þetta var síðasti leikurinn í deildinni fyrir jól en hún fer aftur af stað þann 4.febrúar á nýju ári. HK-ingar gerðu sér lítið fyrir og rúlluðu yfir meistarana, 26-19 í skemmtilegum leik. Leikurinn fór rólega af stað og bæði lið voru lengi að finna rétta taktinn í sókninni. Að sama skapi spiluðu bæði liðin glimrandi varnarleik og staðan einungis 1-1 eftir níu minútna leik. Heimamenn tóku svo á skarið og stungu gestina af. Sveinbjörn Pétursson í marki heimamanna var í miklu stuði og varði tíu bolta í fyrri hálfleik. Það kom á óvart að staðan var 8-3 eftir tuttugu mínútna leik. Hauka liðið var engan veginn að finna sig og óhætt að segja að það hafi verið ósannfærandi í öllum sínum aðgerðum. Aron Kristjánsson þjálfari Hauka var eðlilega orðinn pirraður og lét í sér heyra á hlíðarlínunni. Hann var einnig ósáttur með dómarana og þeir launuðu hann með gulu spjald í kjölfarið. HK-menn nutu þess að spila Haukana sundur og saman. Vörnin stóð eins og klettur og Sveinbjörn lokaði markinu. Heimamenn stungu gestina af og leiddu í hálfleik, 12-6. Seinni hálfleikur var einnig algjörlega í eigu heimamanna á öllum sviðum. Liðsheildin og spilagleðin skein af leikmönnum liðsins. Þeir héldu áfram að bæta forskotið og komust í níu marka forskot 16-7 og aldrei spurning að þeir ætluðu sér öll stigin í kvöld. Haukar reyndu allt hvað þeir gátu til að komast inn í leikinn og fá eitthvað út úr honum en lítið gekk. Þeir tóku Valdimar Fannar Þórsson og ÓIaf Víði Ólafsson úr umferð en það skipti engu og HK-menn héldu áfram að spila frábærlega í sókninni. Stemningin í Digranesi var góð í kvöld og fögnuðu heimamenn með áhorfendum eftir leik enda full ástæða til. Stórkostlegur Varnarleikur HK-manna og frábær frammistaða markmannsins Sveinbjörns Péturssonar stóð upp úr í kvöld. Sveinbjörn varði 22 skot og varði hvert dauðafærið eftir öðru. Liðsheildin var sterk og allir leikmenn liðsins voru tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan. Gestirnir áttu verulega slakan dag og áttu aldrei erindi í leikinn. Þeir voru óskipulagðir, hræddir og ósannfærandi í sókninni. Það vantaði alla leikmenn liðsins í Digranesið í kvöld því enginn virtist vera með meðvitund. Sama hvað liðið reyndi, ekkert gekk upp og fyrsta tap liðsins í deildinni í vetur staðreynd, lokatölur 26-19. Eftir sigur HK í kvöld eru þeir búnir að jafna FH, Akureyri og Val að stigum og öll liðin deila öðru til fimmta sætinu í deildinni. En því miður fyrir HK-menn þá eru þeir með slakasta árangurinn í innbyrðisviðureignum þessara liða og komast því ekki í deildarbikarinn.HK-Haukar 26-19 (12-6)Mörk HK (skot): Valdimar Fannar Þórsson 6/5 (9/5), Atli Ævar Ingólfsson 6 (11), Ragnar Hjaltested 5 (11), Bjarki Már Elísson 3 (4), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2 (4), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (7), Bjarki Már Gunnarsson 1 (1), Hákon Bridde 1 (3). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 22/2 (38/3) 58 %. Lárus Helgi Ólafsson 2 (5) Hraðaupphlaup: 3 (Vilhelm, Hákon, Bjarki) Fiskuð víti: 5 (Ólafur 2, Atli 2, Ragnar) Utan vallar: 8 mín. Mörk Hauka (skot): Elías Már Halldórsson 3 (5), Guðmundur Árni Ólafsson 3/1 (6/2), Pétur Pálsson 3 (7), Þórður Rafn Guðmundsson 3 (6), Heimir Óli Heimisson 2 (4), Freyr Brynjarsson 2 (7), Einar Örn Jónsson 1 (1), Sigurbergur Sveinsson 1 (3/1), Björgvin Hólmgeirsson 1 (7). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 7 (21/4) 33 %. Aron Rafn Eðvarðsson 6 (18/1) 33% Hraðaupphlaup: 6 (Freyr 2, Pétur 2, Einar ,Elías) Fiskuð víti: 2 (Pétur 2) Utan vallar: 4 mín. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, fínir. Olís-deild karla Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
Í kvöld tók HK á móti taplausum Haukum í Digranesi í N1-deild karla í handknattleik. Þetta var síðasti leikurinn í deildinni fyrir jól en hún fer aftur af stað þann 4.febrúar á nýju ári. HK-ingar gerðu sér lítið fyrir og rúlluðu yfir meistarana, 26-19 í skemmtilegum leik. Leikurinn fór rólega af stað og bæði lið voru lengi að finna rétta taktinn í sókninni. Að sama skapi spiluðu bæði liðin glimrandi varnarleik og staðan einungis 1-1 eftir níu minútna leik. Heimamenn tóku svo á skarið og stungu gestina af. Sveinbjörn Pétursson í marki heimamanna var í miklu stuði og varði tíu bolta í fyrri hálfleik. Það kom á óvart að staðan var 8-3 eftir tuttugu mínútna leik. Hauka liðið var engan veginn að finna sig og óhætt að segja að það hafi verið ósannfærandi í öllum sínum aðgerðum. Aron Kristjánsson þjálfari Hauka var eðlilega orðinn pirraður og lét í sér heyra á hlíðarlínunni. Hann var einnig ósáttur með dómarana og þeir launuðu hann með gulu spjald í kjölfarið. HK-menn nutu þess að spila Haukana sundur og saman. Vörnin stóð eins og klettur og Sveinbjörn lokaði markinu. Heimamenn stungu gestina af og leiddu í hálfleik, 12-6. Seinni hálfleikur var einnig algjörlega í eigu heimamanna á öllum sviðum. Liðsheildin og spilagleðin skein af leikmönnum liðsins. Þeir héldu áfram að bæta forskotið og komust í níu marka forskot 16-7 og aldrei spurning að þeir ætluðu sér öll stigin í kvöld. Haukar reyndu allt hvað þeir gátu til að komast inn í leikinn og fá eitthvað út úr honum en lítið gekk. Þeir tóku Valdimar Fannar Þórsson og ÓIaf Víði Ólafsson úr umferð en það skipti engu og HK-menn héldu áfram að spila frábærlega í sókninni. Stemningin í Digranesi var góð í kvöld og fögnuðu heimamenn með áhorfendum eftir leik enda full ástæða til. Stórkostlegur Varnarleikur HK-manna og frábær frammistaða markmannsins Sveinbjörns Péturssonar stóð upp úr í kvöld. Sveinbjörn varði 22 skot og varði hvert dauðafærið eftir öðru. Liðsheildin var sterk og allir leikmenn liðsins voru tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan. Gestirnir áttu verulega slakan dag og áttu aldrei erindi í leikinn. Þeir voru óskipulagðir, hræddir og ósannfærandi í sókninni. Það vantaði alla leikmenn liðsins í Digranesið í kvöld því enginn virtist vera með meðvitund. Sama hvað liðið reyndi, ekkert gekk upp og fyrsta tap liðsins í deildinni í vetur staðreynd, lokatölur 26-19. Eftir sigur HK í kvöld eru þeir búnir að jafna FH, Akureyri og Val að stigum og öll liðin deila öðru til fimmta sætinu í deildinni. En því miður fyrir HK-menn þá eru þeir með slakasta árangurinn í innbyrðisviðureignum þessara liða og komast því ekki í deildarbikarinn.HK-Haukar 26-19 (12-6)Mörk HK (skot): Valdimar Fannar Þórsson 6/5 (9/5), Atli Ævar Ingólfsson 6 (11), Ragnar Hjaltested 5 (11), Bjarki Már Elísson 3 (4), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2 (4), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (7), Bjarki Már Gunnarsson 1 (1), Hákon Bridde 1 (3). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 22/2 (38/3) 58 %. Lárus Helgi Ólafsson 2 (5) Hraðaupphlaup: 3 (Vilhelm, Hákon, Bjarki) Fiskuð víti: 5 (Ólafur 2, Atli 2, Ragnar) Utan vallar: 8 mín. Mörk Hauka (skot): Elías Már Halldórsson 3 (5), Guðmundur Árni Ólafsson 3/1 (6/2), Pétur Pálsson 3 (7), Þórður Rafn Guðmundsson 3 (6), Heimir Óli Heimisson 2 (4), Freyr Brynjarsson 2 (7), Einar Örn Jónsson 1 (1), Sigurbergur Sveinsson 1 (3/1), Björgvin Hólmgeirsson 1 (7). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 7 (21/4) 33 %. Aron Rafn Eðvarðsson 6 (18/1) 33% Hraðaupphlaup: 6 (Freyr 2, Pétur 2, Einar ,Elías) Fiskuð víti: 2 (Pétur 2) Utan vallar: 4 mín. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, fínir.
Olís-deild karla Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira