Reglum breytt vegna vandræðalegrar stöðu Framsóknarflokksins 8. apríl 2009 14:54 Með breytingum á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköpum borgarstjórnar er verið að koma til móts við vandræðalega stöðu Framsóknarflokksins, að mati borgarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna. Borgarstjórn samþykkti í gær með 8 atkvæðum gegn 7 breytingu sem felur í sér að kjörgengir varamenn á fundum borgarráðs séu þeir sem skipa sæti á framboðslista við seinustu borgarstjórnarkosningar. Áður gátu einungis borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar setið fundi borgarráðs. Í framhaldi af afgreiðslu borgarstjórnar mun tillagan fara til samgönguráðuneytisins til staðfestingar, en málefni sveitastjórna heyra undir ráðuneyti samgöngumála.Varamaður Óskars er ekki varaborgarfulltrúi Upphaf málsins má rekja til meirihlutaskiptanna í ágúst á seinasta ári þegar Framsóknarflokkurinn myndaði nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Marsibil J. Sæmundsdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins, styður ekki núverandi meirihluta. Guðlaugur G. Sverrisson var kjörinn varamaður Óskars Bergssonar, oddvita Framsóknarflokksins, í borgarráði, en hann skipaði 14. sæti flokksins við seinustu borgarstjórnarskosningum og telst því ekki til varaborgarfulltrúa. Farið á svig við traust Borgarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sögðu í bókun við afgreiðslu málsins í gær að meirihlutinn kjósi með þessu að knýja fram breytingar á samþykktum borgarstjórnar sem ekki standast lög og brjóta þar með í bága við lögmætiskröfu stjórnsýsluréttarins. „Þetta virðist gert til þess eins að koma til móts við þá vandræðalegu stöðu Framsóknarflokksins að borgarfulltrúi flokksins lítur ekki á fulltrúa af framboðslista flokksins fyrir kosningarnar 2006 sem pólitíska félaga sína fyrr en komið er niður í 14. sæti. Með þessu er verið að fara á svig við það traust sem ætti að ríkja milli kjósenda listans á sínum tíma og framboðsins," segir í bókuninni.Eðlilegar og réttar breytingar Borgarfulltrúar meirihlutans bókuðu og sögðu samþykktina rétta og eðlilega. „Það liggur í augum uppi að fulltrúi á framboðslista sem getur tekið sæti í borgarstjórn og afgreitt mál í því æðsta valdi borgarinnar, hlýtur að vera til þess hæfur og bær að sitja sem varamaður í borgarráði." Með það að leiðarljósi, auk eindreginna tilmæla lögfræðinga Reykjavíkurborgar um að borgarstjórn taki skýra afstöðu til málsins, er það sannfæring meirihlutans að nauðsynlegt og rétt sé að gera umrædda breytingu á samþykktum borgarinnar.Meirihlutinn starfar í umboði minnihluta kjósenda Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, tók undir með borgarfulltrúum Samfylkingar og Vinstri grænna og benti á í bókun sinni að núverandi meirihluti starfi í umboði minnihluta kjósenda. Kosningar 2009 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Með breytingum á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköpum borgarstjórnar er verið að koma til móts við vandræðalega stöðu Framsóknarflokksins, að mati borgarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna. Borgarstjórn samþykkti í gær með 8 atkvæðum gegn 7 breytingu sem felur í sér að kjörgengir varamenn á fundum borgarráðs séu þeir sem skipa sæti á framboðslista við seinustu borgarstjórnarkosningar. Áður gátu einungis borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar setið fundi borgarráðs. Í framhaldi af afgreiðslu borgarstjórnar mun tillagan fara til samgönguráðuneytisins til staðfestingar, en málefni sveitastjórna heyra undir ráðuneyti samgöngumála.Varamaður Óskars er ekki varaborgarfulltrúi Upphaf málsins má rekja til meirihlutaskiptanna í ágúst á seinasta ári þegar Framsóknarflokkurinn myndaði nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Marsibil J. Sæmundsdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins, styður ekki núverandi meirihluta. Guðlaugur G. Sverrisson var kjörinn varamaður Óskars Bergssonar, oddvita Framsóknarflokksins, í borgarráði, en hann skipaði 14. sæti flokksins við seinustu borgarstjórnarskosningum og telst því ekki til varaborgarfulltrúa. Farið á svig við traust Borgarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sögðu í bókun við afgreiðslu málsins í gær að meirihlutinn kjósi með þessu að knýja fram breytingar á samþykktum borgarstjórnar sem ekki standast lög og brjóta þar með í bága við lögmætiskröfu stjórnsýsluréttarins. „Þetta virðist gert til þess eins að koma til móts við þá vandræðalegu stöðu Framsóknarflokksins að borgarfulltrúi flokksins lítur ekki á fulltrúa af framboðslista flokksins fyrir kosningarnar 2006 sem pólitíska félaga sína fyrr en komið er niður í 14. sæti. Með þessu er verið að fara á svig við það traust sem ætti að ríkja milli kjósenda listans á sínum tíma og framboðsins," segir í bókuninni.Eðlilegar og réttar breytingar Borgarfulltrúar meirihlutans bókuðu og sögðu samþykktina rétta og eðlilega. „Það liggur í augum uppi að fulltrúi á framboðslista sem getur tekið sæti í borgarstjórn og afgreitt mál í því æðsta valdi borgarinnar, hlýtur að vera til þess hæfur og bær að sitja sem varamaður í borgarráði." Með það að leiðarljósi, auk eindreginna tilmæla lögfræðinga Reykjavíkurborgar um að borgarstjórn taki skýra afstöðu til málsins, er það sannfæring meirihlutans að nauðsynlegt og rétt sé að gera umrædda breytingu á samþykktum borgarinnar.Meirihlutinn starfar í umboði minnihluta kjósenda Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, tók undir með borgarfulltrúum Samfylkingar og Vinstri grænna og benti á í bókun sinni að núverandi meirihluti starfi í umboði minnihluta kjósenda.
Kosningar 2009 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira