Nýr togari til heimahafnar í Reykjavík Kristján Már Unnarsson. skrifar 27. ágúst 2009 18:18 Nýsmíðaður togari, Helga RE, kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Reykjavík í dag. Slíkt gerðist síðast í höfuðborginni um síðustu aldamót. Útgerðarmaðurinn, Ármann Ármannsson, var svo heppinn að tryggja sér gjaldeyri fyrir kaupunum þegar dollaragengið var helmingi lægra.Helga RE 49, sú fimmta í röðinni sem ber þetta nafn, lagðist að bryggju fánum prýdd upp úr hádegi eftir 56 daga ferð frá Taívan þar sem skipið var smíðað. Það er 29 metrar að lengd og 360 brúttótonn. Markús Alexandersson var skipstjóri í heimsiglingunni.Mönnum telst til að síðast hafi Reykvíkingar fengið nýsmíðaðan togara þegar síðasta Helgan kom árið 2001, en svona atvinnutæki kallar á fjölda starfa. Ármann áætlar að útgerðin þýði 15-20 störf, bara skipverjar um borð.Spurður hvort hann eigi nægan kvóta til að standa undir rekstrinum kveðst Ármann aldrei eiga nægan kvóta. Það sé rosalegt hvernig búið sé að skerða aflaheimildir, sér finnist það alveg út í hött, sérstaklega með ýsuna. Engu að síður er Ármann bjartsýnn á reksturinn.Það gerir gæfumuninn að dollaragengið var 62 þegar hann samdi um smíðina fyrir þremur árum. Nú sé það í kringum 130 krónur. Kveðst Ármann hafa haft vit á því að kaupa sér dollara þá, og svo smámsaman mjatlað inn á kaupverðið eftir því sem skipið byggðist. Hann segir að í dag myndi skipið kosta milli 800 og 900 milljónir króna. Hvort þetta þýði að hann hafi fengið skipið á helmingi lægra verði, svarar Ármann: "Eitthvað svoleiðis."Ármann fylgdist með komu Helgunnar úr bíl sínum á hafnarbakkanum í dag og var ekki búinn að skoða skipið þegar Stöð 2 ræddi við hann um klukkustund síðar. Slys í Borgarfirði fyrir tveimur árum breytti tilverunni og hann lamaðist."Lífið er svona. Þetta bara skeði og maður verður að sætta sig við það," segir Ármann, og kveðst auðvitað ætla að skoða skipið."Einhverntímann kemur að því að ég verði hífður um borð. Það hlýtur að vera," segir Ármann og brosir. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
Nýsmíðaður togari, Helga RE, kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Reykjavík í dag. Slíkt gerðist síðast í höfuðborginni um síðustu aldamót. Útgerðarmaðurinn, Ármann Ármannsson, var svo heppinn að tryggja sér gjaldeyri fyrir kaupunum þegar dollaragengið var helmingi lægra.Helga RE 49, sú fimmta í röðinni sem ber þetta nafn, lagðist að bryggju fánum prýdd upp úr hádegi eftir 56 daga ferð frá Taívan þar sem skipið var smíðað. Það er 29 metrar að lengd og 360 brúttótonn. Markús Alexandersson var skipstjóri í heimsiglingunni.Mönnum telst til að síðast hafi Reykvíkingar fengið nýsmíðaðan togara þegar síðasta Helgan kom árið 2001, en svona atvinnutæki kallar á fjölda starfa. Ármann áætlar að útgerðin þýði 15-20 störf, bara skipverjar um borð.Spurður hvort hann eigi nægan kvóta til að standa undir rekstrinum kveðst Ármann aldrei eiga nægan kvóta. Það sé rosalegt hvernig búið sé að skerða aflaheimildir, sér finnist það alveg út í hött, sérstaklega með ýsuna. Engu að síður er Ármann bjartsýnn á reksturinn.Það gerir gæfumuninn að dollaragengið var 62 þegar hann samdi um smíðina fyrir þremur árum. Nú sé það í kringum 130 krónur. Kveðst Ármann hafa haft vit á því að kaupa sér dollara þá, og svo smámsaman mjatlað inn á kaupverðið eftir því sem skipið byggðist. Hann segir að í dag myndi skipið kosta milli 800 og 900 milljónir króna. Hvort þetta þýði að hann hafi fengið skipið á helmingi lægra verði, svarar Ármann: "Eitthvað svoleiðis."Ármann fylgdist með komu Helgunnar úr bíl sínum á hafnarbakkanum í dag og var ekki búinn að skoða skipið þegar Stöð 2 ræddi við hann um klukkustund síðar. Slys í Borgarfirði fyrir tveimur árum breytti tilverunni og hann lamaðist."Lífið er svona. Þetta bara skeði og maður verður að sætta sig við það," segir Ármann, og kveðst auðvitað ætla að skoða skipið."Einhverntímann kemur að því að ég verði hífður um borð. Það hlýtur að vera," segir Ármann og brosir.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira