Handbolti

Sturla tapaði fyrir Þóri og Heiðmari

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þórir Ólafsson.
Þórir Ólafsson.

Einn leikur fór fram í þýsku úrvalsdeildinni í hanbolta í kvöld. Þá mættust Íslendingaliðin TuS N-Lübbecke og Düsseldorf.

Með liði TuS N-Lübbecke leika þeir Þórir Ólafsson og Heiðmar Felixson en Sturla Ásgeirsson spilar með Düsseldorf.

Sturla og félagar töpuðu með tveggja marka mun, 27-25.

Þórir Ólafsson skoraði 6 mörk fyrir sitt lið og þar af þrjú úr vítum. Heiðmar skoraði eitt mark.

Sturla komst ekki á blað í kvöld en hans lið situr í 15. sæti deildarinnar en TuS N-Lübbecke er í 12. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×