Viðskipti innlent

Skuldir hins opinbera 301 milljarður króna

Skattar. Tekjur ríkis og sveitarfélaga jukust um tæplega 13 milljarða króna milli ára.
Skattar. Tekjur ríkis og sveitarfélaga jukust um tæplega 13 milljarða króna milli ára. Mynd/Stefán

Skuldir ríkis og sveitarfélaga voru um 301 milljarður króna í árslok 2008, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar um fjármál hins opinbera. Skuldirnar námu sem svaraði 20,5 prósentum af landsframleiðslu.

Í árslok 2007 var hrein peningaleg eign ríkis og sveitarfélaga um 11 milljarðar, og munurinn því 312 milljarðar króna, eða um 21,4 prósent af landsframleiðslu.

Peningalegar eignir ríkis og sveitarfélaga námu 1.065 milljörðum króna í árslok 2008, en heildarskuldirnar voru 1.366 milljarðar króna.

Tekjur hins opinbera voru 637 milljarðar króna árið 2008, sem er aukning um tæplega 13 milljarða milli ára. Tekjurnar voru um 43,5 prósent af landsframleiðslu, samanborið við 44,6 prósent árið áður. - bj








Fleiri fréttir

Sjá meira


×