Golf

Tiger sendir kylfurnar í frí - ætlar að verða betri eiginmaður

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Tiger Woods tilkynnti í gærkvöld að hann væri kominn í ótímabundið frá frá golfi. Hann viðurkenndi um leið að hafa hafa haldið framhjá konunni sinni.

Áföllin hafa dunið yfir Tiger síðustu daga þegar hver ástkonan á fætur annarri hefur stigið fram í sviðsljósið.

„Eftir mikinn umhugsunartíma hef ég ákveðið að taka mér ótímabundið frí frá golfi. Ég er meðvitaður um þann sársauka sem ég hef valdið fólki, og þá sérstaklega fjölskyldu minni, með framhjáhaldi mínu. Ég biðst innilegrar afsökunar og vona að fólk geti fyrirgefið mér," segir í yfirlýsingu Tigers.

„Það er hugsanlega ekki mögulegt að laga þann skaða sem ég hef valdið en ég mun gera mitt besta til þess. Það sem skiptir mestu máli núna er að fjölskyldan hafi tíma, frið og öryggi til þess að vinna úr okkar málum. Ég þarf að einbeita mér að því að verða betri eiginmaður, faðir og persóna."

Forráðamenn PGA-mótaraðarinnar styðja ákvörðun Tigers. Með ákvörðun sinni sé hann að forgangsraða rétt í lífinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×