Viðskipti innlent

Norðmaður vildi miðlun Landsbanka

Norðmaður hafði hug á að fá starfsmenn verðbréfamiðlunar Landsbankans í Noregi til sín fyrir jól.
Norðmaður hafði hug á að fá starfsmenn verðbréfamiðlunar Landsbankans í Noregi til sín fyrir jól.

Norðmaðurinn Jon Harald Nordbrekken, stofnandi norska fjármálafyrirtækisins Bank2, reyndi að kaupa verðbréfamiðlun Landsbankans í Noregi fyrir jól.

Þetta segir norski vefmiðillinn E24. Miðillinn segir málið hafa strandað á óeiningu á milli skilanefndar Landsbankans og stjórnenda Bank2 og því ekkert orðið úr viðskiptunum.

Ekki náðist í Lárus Finnbogason, formann skilanefndar Landsbankans, vegna málsins í gær.

Bank2 sérhæfir sig í lánaumsýslu, endurfjármögnun og fyrirtækjalánum en hefur lengi áformað að bæta verðbréfamiðlun við starfsemina.

Skömmu eftir stofnun Bank2 árið 2005 reyndi fyrirtækið að kaupa verðbréfamiðlunina Norse Securities. Íslandsbanki, nú Glitnir, sem senn verður aftur að Íslandsbanka, hreppti hins vegar hnossið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×