KR knúði fram oddaleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. mars 2009 19:00 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði fjórtán stig í kvöld. Mynd/Vilhelm KR vann í kvöld níu stiga sigur á Haukum, 65-56, í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Þar með er ljóst að úrslitin um titilinn ráðast í oddaleik á miðvikudagskvöldið. Leiknum var lýst beint á Vísi og má lesa lýsinguna hér að neðan.Leik lokið: KR - Haukar 65-56 Haukum gengur lítið að skora og eru duglegir að brjóta. KR er að nýta vítin ágætlega og sigurinn aldrei í hættu.Stig KR: Hildur Sigurðardóttir 22 (12 fráköst) Margrét Kara Sturludóttir 14 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 14 (9 fráköst) Guðrún Þorsteinsdóttir 5 (8 fráköst) Helga Einarsdóttir 5 Guðrún Ámundadóttir 4 Guðrún Sigurðardóttir 1 Stig Hauka: Slavica Dimovska 17 Ragna Brynjarsdóttir 13 Monika Knight 10 Kristrún Sigurjónsdóttir 6 Guðbjörg Sverrisdóttir 6 Telma Fjalarsdóttir 4 (8 fráköst)40. mínúta: KR - Haukar 62-54 Ekkert kemur úr sókn Hauka sem brjóta um leið og KR fær boltann. Hildur setur bæði niður og Haukar taka leikhlé. 59 sekúndur eftir. Nánast komið hjá KR og stefnir í oddaleik.39. mínúta: KR - Haukar 61-54 Monika Knight "villar út" eftir að hafa brotið á Sigrúnu sem fer á vítalínuna og setur fyrra niður. 1:18 eftir. 38. mínúta: KR - Haukar 60-54 Hildur eykur muninn í sex stig og nær svo varnarfrákasti. KR með boltann og tæpar tvær eftir.37. mínúta: KR - Haukar 58-54 Slavica með þrist og KR missir svo boltann í næstu sókn. Þrjár og hálf eftir og leikhlé tekið. Ótrúlega kaflaskiptur leikur - það er óhætt að segja það. KR með eitt stig í fjórða leikhluta - Haukar fimmtán.35. mínúta: KR - Haukar 58-49 Það gengur ekkert hjá KR þessar mínúturnar. Aðeins eitt stig komið í leikhlutanum og Hildur var að klikka á tveimur vítaskotum.33. mínúta: KR - Haukar 57-47 Það er allt annað að sjá til varnarleik Hauka og þeir hafa gengið á lagið og skorað átta fyrstu stigin í fjórða leikhluta. KR-ingar ekki komnir á blað enn. Þessi leikur er ekki dauður enn.32. mínúta: KR - Haukar 57-41 Haukarnir komnir í pressuvörn og það virðist ætla að ganga aðeins betur. En betur má ef duga skal. KR vann 2. og 3. leikhluta samtals 45-17.3. leikhluta lokið: KR - Haukar 57-39 Haukar skoruðu átta stig í öðrum leikhluta og níu í þriðja leikhluta. KR-vörnin er að virka vel þessa stundina - það er óhætt að segja það.28. mínúta: KR - Haukar 53-36 KR er að stinga af. Sigrún Sjöfn með þrist og maður skyldi ætla að Haukar myndu endurskoða svæðisvarnarleikinn sinn. Haukar taka líka leikhlé í þessum töluðu.25. mínúta: KR - Haukar 48-36 Hildur setur niður þrist og KR er að taka myndarlegt forskot í leiknum. KR er á 30-8 spretti sem er nokkuð gott.22. mínúta: KR - Haukar 38-34 Slavica svarar fyrir Hauka. Brotið á henni í þriggja stiga skoti en hún hittir samt og klárar svo vítið líka.21. mínúta: KR - Haukar 38-30 Síðari hálfleikur hafinn og KR skorar fyrstu stigin, rétt eins og í fyrri hálfleik. Það gera 20 af síðustu 22 stigum í leiknum. Hálfleikur: KR - Haukar 34-30 Hildur með þrist undir lokin og KR skoraði sextán af síðustu átján stigum hálfleiksins. Búið að vera nokkuð um sveiflur í þessum leik til þessa.Stig KR: Margrét Kara Sturludóttir 10 Hildur Sigurðardóttir 10 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 5 Helga Einarsdóttir 4 Guðrún Þorsteinsdóttir 2 Guðrún Ámundadóttir 2 Guðrún Sigurðardóttir 1Stig Hauka: Ragna Brynjarsdóttir 9 Slavica Dimovska 6 Monika Knight 5 Guðbjörg Sverrisdóttir 4 Kristrún Sigurjónsdóttir 4 Telma Fjalarsdóttir 218. mínúta: KR - Haukar 29-28 Hörkuvörn hjá KR sem hefur skorað ellefu stig í röð í leiknum. Haukar vita ekkert hvað þeir eiga að gera.16. mínúta: KR - Haukar 23-28 Mikill hraði í þessum leik. Sigrún Sjöfn setti niður þrist og minnkaði muninn aftur fyrir KR-inga en annars hefur verið mikið um hraðar sóknir og mistök eftir því.13. mínúta: KR - Haukar 18-23 Hildur Sigurðardóttir aftur komin í sóknarleik KR og þá ganga hlutirnir betur. Haukastúlkur eru þar að auki að hitta illa í sókninni þessar mínúturnar.1. leikhluta lokið: KR - Haukar 12-22 Þvílíkur endir á fyrsta leikhlutanum. Haukar skoruðu síðustu níu stigin í leiknum. KR réði ekkert við svæðisvörn Hauka sem hirtu öll fráköst í vörninni og skoruðu auðveldar körfur í kjölfarið. Slavica Dimovska kláraði svo leikhlutann með þristi.8. mínúta: KR - Haukar 12-13 Knight heldur áfram að valda usla í vörn heimamanna og Haukar eru komnir yfir. Það er mikil harka í leiknum og útlit fyrir æsispennandi rimmu.5. mínúta: KR - Haukar 10-9 Monika Knight er að spila glimrandi góðan sóknarleik og stendur fyrir því að Haukar eru komnir vel inn í þennan leik.3. mínúta: KR - Haukar 7-2 Kara setur niður þrist og KR komið með fimm stiga forystu. Heimamenn að spila ágætisvörn.1. mínúta: KR - Haukar 2-0 Leikurinn hafinn og KR skorar fyrstu stigin í leiknum. 19.12 Allt að verða klárt Hér er verið að kynna liðin til leiks og sérstaklega gaman að sjá hversu vel er mætt á þennan leik. Það er örugglega eitthvað eftir af þeirri mögnuðu spennu sem ríkti á síðasta leik sem fór fram í DHL-höllinni. 19.00 Velkomin til leiks Vísir heilsar hér frá KR-heimilinu þar sem senn fer að hefjast viðureign KR og Hauka í úrslitum Iceland Express deildar kvenna. KR verður að vinna í kvöld til að knýja fram oddaleik, annars verða Haukar Íslandsmeistarar í kvöld. Flóknara er það ekki. Dominos-deild kvenna Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira
KR vann í kvöld níu stiga sigur á Haukum, 65-56, í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Þar með er ljóst að úrslitin um titilinn ráðast í oddaleik á miðvikudagskvöldið. Leiknum var lýst beint á Vísi og má lesa lýsinguna hér að neðan.Leik lokið: KR - Haukar 65-56 Haukum gengur lítið að skora og eru duglegir að brjóta. KR er að nýta vítin ágætlega og sigurinn aldrei í hættu.Stig KR: Hildur Sigurðardóttir 22 (12 fráköst) Margrét Kara Sturludóttir 14 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 14 (9 fráköst) Guðrún Þorsteinsdóttir 5 (8 fráköst) Helga Einarsdóttir 5 Guðrún Ámundadóttir 4 Guðrún Sigurðardóttir 1 Stig Hauka: Slavica Dimovska 17 Ragna Brynjarsdóttir 13 Monika Knight 10 Kristrún Sigurjónsdóttir 6 Guðbjörg Sverrisdóttir 6 Telma Fjalarsdóttir 4 (8 fráköst)40. mínúta: KR - Haukar 62-54 Ekkert kemur úr sókn Hauka sem brjóta um leið og KR fær boltann. Hildur setur bæði niður og Haukar taka leikhlé. 59 sekúndur eftir. Nánast komið hjá KR og stefnir í oddaleik.39. mínúta: KR - Haukar 61-54 Monika Knight "villar út" eftir að hafa brotið á Sigrúnu sem fer á vítalínuna og setur fyrra niður. 1:18 eftir. 38. mínúta: KR - Haukar 60-54 Hildur eykur muninn í sex stig og nær svo varnarfrákasti. KR með boltann og tæpar tvær eftir.37. mínúta: KR - Haukar 58-54 Slavica með þrist og KR missir svo boltann í næstu sókn. Þrjár og hálf eftir og leikhlé tekið. Ótrúlega kaflaskiptur leikur - það er óhætt að segja það. KR með eitt stig í fjórða leikhluta - Haukar fimmtán.35. mínúta: KR - Haukar 58-49 Það gengur ekkert hjá KR þessar mínúturnar. Aðeins eitt stig komið í leikhlutanum og Hildur var að klikka á tveimur vítaskotum.33. mínúta: KR - Haukar 57-47 Það er allt annað að sjá til varnarleik Hauka og þeir hafa gengið á lagið og skorað átta fyrstu stigin í fjórða leikhluta. KR-ingar ekki komnir á blað enn. Þessi leikur er ekki dauður enn.32. mínúta: KR - Haukar 57-41 Haukarnir komnir í pressuvörn og það virðist ætla að ganga aðeins betur. En betur má ef duga skal. KR vann 2. og 3. leikhluta samtals 45-17.3. leikhluta lokið: KR - Haukar 57-39 Haukar skoruðu átta stig í öðrum leikhluta og níu í þriðja leikhluta. KR-vörnin er að virka vel þessa stundina - það er óhætt að segja það.28. mínúta: KR - Haukar 53-36 KR er að stinga af. Sigrún Sjöfn með þrist og maður skyldi ætla að Haukar myndu endurskoða svæðisvarnarleikinn sinn. Haukar taka líka leikhlé í þessum töluðu.25. mínúta: KR - Haukar 48-36 Hildur setur niður þrist og KR er að taka myndarlegt forskot í leiknum. KR er á 30-8 spretti sem er nokkuð gott.22. mínúta: KR - Haukar 38-34 Slavica svarar fyrir Hauka. Brotið á henni í þriggja stiga skoti en hún hittir samt og klárar svo vítið líka.21. mínúta: KR - Haukar 38-30 Síðari hálfleikur hafinn og KR skorar fyrstu stigin, rétt eins og í fyrri hálfleik. Það gera 20 af síðustu 22 stigum í leiknum. Hálfleikur: KR - Haukar 34-30 Hildur með þrist undir lokin og KR skoraði sextán af síðustu átján stigum hálfleiksins. Búið að vera nokkuð um sveiflur í þessum leik til þessa.Stig KR: Margrét Kara Sturludóttir 10 Hildur Sigurðardóttir 10 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 5 Helga Einarsdóttir 4 Guðrún Þorsteinsdóttir 2 Guðrún Ámundadóttir 2 Guðrún Sigurðardóttir 1Stig Hauka: Ragna Brynjarsdóttir 9 Slavica Dimovska 6 Monika Knight 5 Guðbjörg Sverrisdóttir 4 Kristrún Sigurjónsdóttir 4 Telma Fjalarsdóttir 218. mínúta: KR - Haukar 29-28 Hörkuvörn hjá KR sem hefur skorað ellefu stig í röð í leiknum. Haukar vita ekkert hvað þeir eiga að gera.16. mínúta: KR - Haukar 23-28 Mikill hraði í þessum leik. Sigrún Sjöfn setti niður þrist og minnkaði muninn aftur fyrir KR-inga en annars hefur verið mikið um hraðar sóknir og mistök eftir því.13. mínúta: KR - Haukar 18-23 Hildur Sigurðardóttir aftur komin í sóknarleik KR og þá ganga hlutirnir betur. Haukastúlkur eru þar að auki að hitta illa í sókninni þessar mínúturnar.1. leikhluta lokið: KR - Haukar 12-22 Þvílíkur endir á fyrsta leikhlutanum. Haukar skoruðu síðustu níu stigin í leiknum. KR réði ekkert við svæðisvörn Hauka sem hirtu öll fráköst í vörninni og skoruðu auðveldar körfur í kjölfarið. Slavica Dimovska kláraði svo leikhlutann með þristi.8. mínúta: KR - Haukar 12-13 Knight heldur áfram að valda usla í vörn heimamanna og Haukar eru komnir yfir. Það er mikil harka í leiknum og útlit fyrir æsispennandi rimmu.5. mínúta: KR - Haukar 10-9 Monika Knight er að spila glimrandi góðan sóknarleik og stendur fyrir því að Haukar eru komnir vel inn í þennan leik.3. mínúta: KR - Haukar 7-2 Kara setur niður þrist og KR komið með fimm stiga forystu. Heimamenn að spila ágætisvörn.1. mínúta: KR - Haukar 2-0 Leikurinn hafinn og KR skorar fyrstu stigin í leiknum. 19.12 Allt að verða klárt Hér er verið að kynna liðin til leiks og sérstaklega gaman að sjá hversu vel er mætt á þennan leik. Það er örugglega eitthvað eftir af þeirri mögnuðu spennu sem ríkti á síðasta leik sem fór fram í DHL-höllinni. 19.00 Velkomin til leiks Vísir heilsar hér frá KR-heimilinu þar sem senn fer að hefjast viðureign KR og Hauka í úrslitum Iceland Express deildar kvenna. KR verður að vinna í kvöld til að knýja fram oddaleik, annars verða Haukar Íslandsmeistarar í kvöld. Flóknara er það ekki.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira