Golf

Birgir Leifur aftur yfir pari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur.
Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur. Nordic Photos / Getty Images
Birgir Leifur Hafþórsson náði ekki að fylgja eftir góðri byrjun á opna Andalúsíu-mótinu í golfi á Spáni og hefur lokið keppni á samtals tveimur höggum yfir pari.

Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi og er Birgir Leifur sem stendur í 42.-45. sæti af þeim 69 keppendum sem komust í gegnum niðurskurðinn.

Birgir Leifur lék ágætlega í dag og fékk alls fjóra fugla. Hann fékk hins vegar einnig þrjá skolla og einn skramba. Það var hans eini skrambi á öllu mótinu en hann fékk einnig örn á fyrsta keppnisdeginum.

Hann lék á 73 höggum í dag eða á einu yfir pari.

Honum hefur gengið þokkalega að pútta og þrípúttaði aðeins einu sinni í dag. Hann tvípúttaði á tíu holum.

Miðað við núverandi stöðu fær hann á milli fimm og sex þúsund evrur í verðlaunafé fyrir árangurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×