Viðskipti innlent

Straumur hækkar eftir hrun

William Fall, forstjóri Straums.
William Fall, forstjóri Straums. Mynd/Rósa

Gengi hlutabréfa í Straumi hefur hækkað um 3,8 prósent í Kauphöllinni í dag í kjölfar um 26 prósenta hruns á föstudag. Á eftir fylgir gengi bréfa í Össuri, sem hefur hækkað um 0,93 prósent, og Century Aluminum, sem hefur hækkað um 0,7 prósent.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,28 prósent og stendur hún í 335 stigum.

Dagurinn fer rólega af stað en viðskipti eru sautján talsins upp á 13,2 milljónir króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×