Enski boltinn

Paul Hart rekinn frá Portsmouth - Grant að taka við?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Hart, fyrrum stjóri Portsmouth.
Paul Hart, fyrrum stjóri Portsmouth. Mynd/AFP
Paul Hart hefur verið rekinn sem stjóri Portsmouth samkvæmt heimildum breskra vefmiðla og þykir líklegast að Avram Grant taki við stjórastöðunni hjá Hermanni Hreiðarssyni og félögum.

Hart er fyrsti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni sem missir starfið sitt á tímabilinu en liðið hefur tapað tíu af fyrstu þrettán leikjum sínum á tímabilinu. Liðið situr nú í botnsæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Wolves og fjórum stigum frá öruggu sæti.

Hermann Hreiðarsson lék um helgina sinn fyrsta leik með Portsmouth-liðinu eftir langvinn meiðsli þegar Portsmouth tapaði 0-1 á útivelli á móti Stoke. Þetta var annað tap liðsins í röð eftir að liðið vann 4-0 sigur á Wigan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×