Innlent

Smyglskútumenn úrskurðaðir í gæsluvarðhald á Egilsstöðum

Lögreglumenn fylgja einum af þremenningunum frá borði í morgun.
Lögreglumenn fylgja einum af þremenningunum frá borði í morgun. MYND/PJETUR

Þremenningarnir sem handteknir voru um borð í skútunni Sirtaki um 65 sjómílum fyrir utan Færeyjar í fyrrakvöld eru nú á leið í Héraðsdóm Austurlands á Egilsstöðum. Þeir komu til hafnar á Eskifirði í morgun en voru í kjölfarið fluttir til Egilsstaða. Þar hafa þeir verið í yfirheyrslum og verða síðan færðir fyrir dómara sem tekur ákvörðun um gæsluvarðhald. Samkvæmt upplýsingum frá Héraðsdómi Austurlands er von á mönnunum upp úr klukkan 10:00.

Friðrik Smári Björgvinsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að líklega verði farið fram á gæsluvarðhald til 11.maí, sem er það sama og hinir þrír sem handteknir hafa verið í tengslum við málið voru úrskurðaðir í.

Hann segir ekki liggja fyrir hvenær mennirnir verði síðan fluttir suður til Reykjavíkur en reiknar með að það verði gert í dag.

Líkt og fram hefur komið í fréttum er talið að um 109 kg af fíkniefnum hafi komið hingað til lands með skútunni í fyrradag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×