Fótbolti

Fordæmir kynþáttaníð stuðningsmanna Juventus

Mario Balotelli var skotmark stuðningsmanna Juventus í gær
Mario Balotelli var skotmark stuðningsmanna Juventus í gær AFP

Massimo Moratti, forseti Inter Milan, segir að hann hefði tekið lið sitt af velli ef hann hefði orðið vitni að meintri hegðun stuðningsmanna Juventus í toppleik liðanna í ítölsku A-deildinni í gær.

Framherjinn ungi Mario Balotelli hjá Inter skoraði mark fyrir lið sitt og fékk að heyra það frá stuðningsmönnum Juventus, sem sungu níðsöngva um uppruna hans og drógu þjóðerni hans í efa.

Balotelli er uppalinn í Palermo á Sikiley, en er fæddur í Ghana í Afríku. Hann er fastamaður í U-21 árs liði Ítala.

"Ef ég hefði verið í stúkunni á þessum leik, hefði ég á ákveðnum tímapunkti risið úr sæti mínu, gengið niður á völl og kippt liði mínu af velli. Stuðningsmennirnir virtust stoltir af þessari framkomu sinni. Þetta er hræðilegt," sagði Moratti gáttaður í samtali við Gazzetta dello Sport.

Það kemur í ljós á morgun hvort Juventus verður refsað fyrir þetta atvik, en sektir vegna kynþáttaníðs á Ítalíu hafa til þessa ekki verið það miklar að nokkurt knattspyrnufélag finni fyrir þeim.

Giovanni Cobolli Gigli, forseti Juventus, baðst afsökunar fyrir hönd félagsins í gær og sagði nauðsynlegt að félögin í A-deildinni reyndu að binda enda á kynþáttaníð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×