Innlent

Einar K Guðfinnsson efstur í prófkjöri

Talning í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í NV kjördæmi hófst klukkan 9 í morgun. Nú er búið að telja 800 atkvæði eða um 27prósent samkvæmt fréttavefnum skessuhorn.is.

Kjörnefnd hefur birt fyrstu tölur og samkvæmt þeim er í fyrsta sæti Einar Kristinn Guðfinnsson, alþingismaður og fv. ráðherra. Í öðru sæti er Bergþór Ólason, í þriðja sæti Þórður Guðjónsson, í fjórða sæti Ásbjörn Óttarsson, í fimmta sæti Birna Lárusdóttir og í sjötta sæti Karvel L Karvelsson.

Kjörstjórn gerir ráð fyrir að talningu atkvæða ljúki um klukkan 16 í dag. Samkvæmt heimildum Skessuhorns er lítill munur á milli manna í efstu sætum og allt getur því gerst.

Kjörstjórn gefur hinsvegar ekki upp atkvæðamagn í tölum á bak við hvern frambjóðanda á þessu stigi talningarinnar. Tæplega 4000 manns voru á kjörskrá en um 2700 greiddu atkvæði í prófkjörinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×