Handbolti

N1-deild karla: Þrír leikir á dagskránni í kvöld

Ómar Þorgeirsson skrifar
Sigfús Páll Sigfússon, leikmaður Vals.
Sigfús Páll Sigfússon, leikmaður Vals. Mynd/Stefán

N1-deild karla í handbolta kemst aftur á skrið í kvöld eftir stutta pásu þegar þrír leikir fara fram.

Grótta og Akureyri mætast á Seltjarnarnesi en Norðanmenn eru enn að leita eftir sínum fyrsta sigri í deildinni en liðið hefur tapað tveimur og gert eitt jafntefli, gegn Íslandsmeisturum Hauka.

Nýliðar Gróttu byrjuðu mótið með látum þegar þeir unnu Fram á útivelli en hafa síðan tapað tveimur leikjum í röð.

Valur heimsækir Stjörnuna í Mýrina en Valsmenn hafa unnið tvo af þremur leikjum sínum til þessa á meðan Stjörnumenn eru einungis með einn sigurleik í þremur leikjum.

Þá leita Framarar enn að sínum fyrsta sigri í deildinni en þeir fá HK-inga í heimsókn í Safamýrina en Kópavogsliðið er enn taplaust eftir þrjá leiki, eftir tvo sigra og eitt jafntefli.

Leikir kvöldsins:

Grótta-Akureyri, Seltjarnarnes kl. 18.30

Stjarnan-Valur, Mýrin kl. 19.30

Fram-HK, Framhús kl. 19.30






Fleiri fréttir

Sjá meira


×