Hlutir í SAS á mörkuðum á Norðurlöndunum hafa hækkað gífurlega í dag eða á bilinu 30 til 50%. Greinendur eru gáttaðir á þessari þróun enda ekkert í kortunum sem styður þessar hækkanir.
Í umfjöllun á vefsíðunni e24.no segir Erik Gustafsson hjá Carnegie Sverige að engin skýring sé til á þessari hækkun. Ekki gengur að útskýra hækkunina með töluverðri hlutafjáraukningu sem SAS gekk í gegnum í síðustu viku þar sem henni lauk fyrir opnun markaða í morgun. Og ef hún er orsökin hefðu þessar hækkanir átt að koma fram í síðasta lagi á föstudaginn var.
Lars Heindorff greinandi hjá ABG í Danmörku er álíka hlessa og Gustasson á þessari hækkun. „Að eru engin rök sem útskýra hækkunina," segir Heindorff.