Enski boltinn

Lagt til að stofnuð verði Norður-Atlantshafsdeild

Ómar Þorgeirsson skrifar
Michael van Praag og hollenski þjálfarinn Louis van Gaal á góðri stundu.
Michael van Praag og hollenski þjálfarinn Louis van Gaal á góðri stundu. Nordic photos/AFP

Michael van Praag, forseti knattspyrnusambands Hollands, hefur lagt til að sterkustu félög í Skandinavíu, Hollandi, Belgíu og Portúgal taki sig til og sameinist um stofnum svokallaðar „Norður-Atlantshafsdeildar".

Hann hefur einnig lagt til að Glasgow Celtic og Glasgow Rangers taki þátt í áðurnefndri deild en skosku félögin hafa lengi hótað því að yfirgefa skosku úrvalsdeildina með von um að fá inngöngu í ensku úrvalsdeildina.

Hugmyndir um Norður-Atlantshafsdeild kom fyrst fram í kringum 1990 en van Praag telur að hugmyndin sé mun líklegri til þess að ná í gegn nú heldur en þá.

Forráðamenn skosku félaganna eru þó ekki sammála um ágæti hugmyndarinnar en Peter Lawwell, stjórnarformaður Celtic, kallaði hugarfóstur van Praag „Frankenstein" í nýlegu viðtali. Kollegi hans hjá Rangers er þó á svipaðri línu og van Praag.

„Hugmyndir van Praag eru mjög áhugaverðar og ég er sammála um að nú sé rétti tíminn fyrir breytingar," segir Martin Bain, stjórnarformaður Rangers, í viðtali við Daily Record.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×