Dólar Button eða sýnir meistaratakta? 14. október 2009 08:13 Jenson Button gæti orðið arftaki Lewis Hamilton hvað meistaratitilinn varðar um helgina. mynd: Getty Images Bretinn Jenson Button getur tryggt sér meistaratitil ökumanna í Interlagos í Brasilíu um helgina. Honum nægir þriðja sætið ef keppinautar hans um titilinn, Rubens Barrichello og Sebastian Vettel verða ekki ofar honum. En mörgum er tiðrætt um að Button hefur ekki unnið mót síðan í vor, fyrir 10 mótum síðan og setja spurningamerki við titilsókn hans. Gamli meistarinn Damon Hill finnst að hann verði að taka á sig rögg og vinna annað tveggja síðustu mótanna, til að sýna að hann hafi virkilega verið sá besti í ár. Það sé lítill sómi í því að dóla í mark til að ná stigum. Þetta gerði þó Lewis Hamilton í kapphlaupinu við Felipe Massa í fyrra. Hamilton varð fimmti, en Massa vann og tapaði titlinum með eins stigs mun. Lokamótið í fyrra var sannkallaður spennutryllir í rigningu og úrslitin réðust á síðustu sekúndunum. Ný lýkur mótinu í Abu Dhabi á nýrri braut sem engin hefur ekið og það setur strik í reikningin. Þá gæti rigningu sem er spáð í Interlagos ruglað málum og hjálpað Vettel sem er 16 stigum á eftir Button, en Barrichello er 14 stigum á eftir. Button hefur átt frekar daufan feril miðað við marga og honum er mikið í mun að tróna á toppnum á þessu keppnistímabili. Það hjálpar honum líka í samningaviðræðum við Brawn liðið sem hefur ekki enn ákveðið hvaða ökumenn verða hjá liðinu á næsta ári. Það er því allt undir hjá Button, en spurningin er hvort hann dólar eða sýnir meistaratakta til að ná markmiði sínu. Ítarleg umfjöllun verður um möguleika ökumanna í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld. Þá verður rætt við Felipe Massa sem ók Formúlu 1 bíl í fyrsta skipti í vikunni eftir slysið í Ungverjalandi í sumar. Sjá brautarlýsingu frá Brasilíu Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Bretinn Jenson Button getur tryggt sér meistaratitil ökumanna í Interlagos í Brasilíu um helgina. Honum nægir þriðja sætið ef keppinautar hans um titilinn, Rubens Barrichello og Sebastian Vettel verða ekki ofar honum. En mörgum er tiðrætt um að Button hefur ekki unnið mót síðan í vor, fyrir 10 mótum síðan og setja spurningamerki við titilsókn hans. Gamli meistarinn Damon Hill finnst að hann verði að taka á sig rögg og vinna annað tveggja síðustu mótanna, til að sýna að hann hafi virkilega verið sá besti í ár. Það sé lítill sómi í því að dóla í mark til að ná stigum. Þetta gerði þó Lewis Hamilton í kapphlaupinu við Felipe Massa í fyrra. Hamilton varð fimmti, en Massa vann og tapaði titlinum með eins stigs mun. Lokamótið í fyrra var sannkallaður spennutryllir í rigningu og úrslitin réðust á síðustu sekúndunum. Ný lýkur mótinu í Abu Dhabi á nýrri braut sem engin hefur ekið og það setur strik í reikningin. Þá gæti rigningu sem er spáð í Interlagos ruglað málum og hjálpað Vettel sem er 16 stigum á eftir Button, en Barrichello er 14 stigum á eftir. Button hefur átt frekar daufan feril miðað við marga og honum er mikið í mun að tróna á toppnum á þessu keppnistímabili. Það hjálpar honum líka í samningaviðræðum við Brawn liðið sem hefur ekki enn ákveðið hvaða ökumenn verða hjá liðinu á næsta ári. Það er því allt undir hjá Button, en spurningin er hvort hann dólar eða sýnir meistaratakta til að ná markmiði sínu. Ítarleg umfjöllun verður um möguleika ökumanna í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld. Þá verður rætt við Felipe Massa sem ók Formúlu 1 bíl í fyrsta skipti í vikunni eftir slysið í Ungverjalandi í sumar. Sjá brautarlýsingu frá Brasilíu
Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira