NBA í nótt: Orlando og Miami jöfnuðu metin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. apríl 2009 11:00 Josh Smith reynir að verjast Dwyane Wade í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Orlando og Miami jöfnuðu metin í sínum rimmum en Denver komst í 2-0 gegn New Orleans. Orlando vann Philadelphia, 96-87, þar sem nýliðinn Courtney Lee fór mikinn og skoraði 24 stig. Hedo Turkoglu bætti við sextán stigum og Dwight Howard ellefu og tíu fráköstum. Howard þurfti að fara af velli með sex villur þegar þrjár mínútur voru til leiksloka og það mátti litlu muna að átján stiga forysta Orlando yrði að engu á þessum kafla. En heimamenn náðu að halda forystunni út leikinn. Andre Miller var með 30 stig fyrir Philadelphia og Andre Iguodala 21 stig, þar af 20 í síðari hálfleik. Miami vann Atlanta, 108-93, á útivelli og jafnaði þar með metin í rimmu liðanna. Miami átti skelfilegan leik í fyrsta leik liðanna og skoraði ekki nema 64 stig en það var allt annað að sjá til liðsins í nótt. Dwyane Wade fór á kostum og skoraði 33 stig, þar af þrettán stig í röð í lok fyrri hálfleiks. Atlanta náði að minnka muninn tvívegis í fimm stig í fjórða leikhluta en nær komst liðið ekki. Þetta var slæmt tap fyrir liðið enda dugir nú Miami að vinna heimaleiki sína til að komast í næstu umferð úrslitakeppninnar. Atlanta vann engan leik í úrslitakeppninni á útivelli á síðustu leiktíð. Denver vann New Orleans, 108-93. Chauncey Billups fór mikinn í liði Denver og skoraði 31 stig. Hann hefur farið á kostum í þessum tveimur leikjum liðanna í úrslitakeppninni. Alls hefur hann skorað 67 stig í leikjunum tveimur, hitt úr tólf af fimmtán þriggja stiga skotum og öllum nítján vítaköstum sínum. Þar að auki hefur hann gefið tólf stoðsendingar og ekki tapað einum einasta bolta. Sigur Denver var mjög öruggur en næstu leikir fara fram á heimavelli New Orleans. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1985 að Denver kemst í 2-0 forystu í einvígi í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. David West var með 21 stig fyrir New Orleans, Peja Stojakovic sautján og Chris Paul fjórtán stig og þrettán stoðsendingar. NBA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Orlando og Miami jöfnuðu metin í sínum rimmum en Denver komst í 2-0 gegn New Orleans. Orlando vann Philadelphia, 96-87, þar sem nýliðinn Courtney Lee fór mikinn og skoraði 24 stig. Hedo Turkoglu bætti við sextán stigum og Dwight Howard ellefu og tíu fráköstum. Howard þurfti að fara af velli með sex villur þegar þrjár mínútur voru til leiksloka og það mátti litlu muna að átján stiga forysta Orlando yrði að engu á þessum kafla. En heimamenn náðu að halda forystunni út leikinn. Andre Miller var með 30 stig fyrir Philadelphia og Andre Iguodala 21 stig, þar af 20 í síðari hálfleik. Miami vann Atlanta, 108-93, á útivelli og jafnaði þar með metin í rimmu liðanna. Miami átti skelfilegan leik í fyrsta leik liðanna og skoraði ekki nema 64 stig en það var allt annað að sjá til liðsins í nótt. Dwyane Wade fór á kostum og skoraði 33 stig, þar af þrettán stig í röð í lok fyrri hálfleiks. Atlanta náði að minnka muninn tvívegis í fimm stig í fjórða leikhluta en nær komst liðið ekki. Þetta var slæmt tap fyrir liðið enda dugir nú Miami að vinna heimaleiki sína til að komast í næstu umferð úrslitakeppninnar. Atlanta vann engan leik í úrslitakeppninni á útivelli á síðustu leiktíð. Denver vann New Orleans, 108-93. Chauncey Billups fór mikinn í liði Denver og skoraði 31 stig. Hann hefur farið á kostum í þessum tveimur leikjum liðanna í úrslitakeppninni. Alls hefur hann skorað 67 stig í leikjunum tveimur, hitt úr tólf af fimmtán þriggja stiga skotum og öllum nítján vítaköstum sínum. Þar að auki hefur hann gefið tólf stoðsendingar og ekki tapað einum einasta bolta. Sigur Denver var mjög öruggur en næstu leikir fara fram á heimavelli New Orleans. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1985 að Denver kemst í 2-0 forystu í einvígi í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. David West var með 21 stig fyrir New Orleans, Peja Stojakovic sautján og Chris Paul fjórtán stig og þrettán stoðsendingar.
NBA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira