Sigríður Ingibjörg í framboð fyrir Samfylkingu 19. febrúar 2009 17:45 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir ætlar að gefa kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Í yfirlýsingu frá Sigríði segist hún vilja taka þátt í að móta farsælt og sterkt jafnaðar- og lýðræðissamfélag sem einkennist af lýðræðislegum vinnubrögðum, jafnrétti og sanngirni að norrænni fyrirmynd. „Þetta eru mín leiðarljós um leið og ég hafna leið sérhagsmuna, einkavinavæðingar og hjarðhegðunar sem ógna lýðræði og faglegum vinnubrögðum," segir Sigríður meðal annars. Hún segir stjórnmálaskoðanir sínar hafa mótast af þátttöku í starfi Kvennalistans og Samfylkingarinnar, störfum fyrir ASÍ og Félags- og tryggingamálaráðuneytið og kynnum sínum af sænsku samfélagi. „Þar bjó ég í sex ár og lauk magisterprófi í hagfræði frá Uppsalaháskóla eftir að hafa lokið B.A. prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Sem varaformaður Samfylkingarinnar í Reykjavík hef ég tekið þátt í öflugu grasrótarstarfi undanfarin ár. Á þeim vettvangi hef ég skynjað styrk hins almenna flokksmanns sem gat ekki liðið leyndarhyggju, spillingu og verkkvíða fyrrum samstarfsflokks Samfylkingarinnar." Hún segir hrun bankakerfisins með tilheyrandi efnahagskreppu hafa leitt til óánægju almennings og vantrausts á stjórnmálamönnum og stjórnsýslu landsins. „Við þessu þarf flokkurinn að bregðast með víðtækri uppstokkun og endurnýjun, jafnt á fólki sem starfsháttum. Ég hef alltaf leitast við að vera trú sannfæringu minni og þann 9. október 2008 sagði ég mig úr bankaráði Seðlabanka Íslands eftir að hafa skorað á bankastjórana að víkja. Markmið mitt var og er að bankinn endurheimti traust eftir hrun fjármálakerfisins og gjaldmiðilsins. Í kjölfarið hvatti ég einnig til að stokkað væri upp í Fjármálaeftirliti og ríkisstjórn og að gengið yrði til kosninga." Að lokum segist hún hafa fengið fjölda áskorana og eftir vandlega íhugun hafi hún ákveðið að bjóða fram krafta sína til þessa mikilvæga verkefnis. „Í prófkjöri gefst flokksmönnum einstakt tækifæri til að endurnýja flokkinn, styrkja stöðu hans og endurvinna traust kjósenda." Sigríður er 40 ára, gift Birgi Hermannssyni stjórnmálafræðingi. Hún á fjögur börn á aldrinum 3ja til 17 ára. Kosningar 2009 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Sjá meira
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir ætlar að gefa kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Í yfirlýsingu frá Sigríði segist hún vilja taka þátt í að móta farsælt og sterkt jafnaðar- og lýðræðissamfélag sem einkennist af lýðræðislegum vinnubrögðum, jafnrétti og sanngirni að norrænni fyrirmynd. „Þetta eru mín leiðarljós um leið og ég hafna leið sérhagsmuna, einkavinavæðingar og hjarðhegðunar sem ógna lýðræði og faglegum vinnubrögðum," segir Sigríður meðal annars. Hún segir stjórnmálaskoðanir sínar hafa mótast af þátttöku í starfi Kvennalistans og Samfylkingarinnar, störfum fyrir ASÍ og Félags- og tryggingamálaráðuneytið og kynnum sínum af sænsku samfélagi. „Þar bjó ég í sex ár og lauk magisterprófi í hagfræði frá Uppsalaháskóla eftir að hafa lokið B.A. prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Sem varaformaður Samfylkingarinnar í Reykjavík hef ég tekið þátt í öflugu grasrótarstarfi undanfarin ár. Á þeim vettvangi hef ég skynjað styrk hins almenna flokksmanns sem gat ekki liðið leyndarhyggju, spillingu og verkkvíða fyrrum samstarfsflokks Samfylkingarinnar." Hún segir hrun bankakerfisins með tilheyrandi efnahagskreppu hafa leitt til óánægju almennings og vantrausts á stjórnmálamönnum og stjórnsýslu landsins. „Við þessu þarf flokkurinn að bregðast með víðtækri uppstokkun og endurnýjun, jafnt á fólki sem starfsháttum. Ég hef alltaf leitast við að vera trú sannfæringu minni og þann 9. október 2008 sagði ég mig úr bankaráði Seðlabanka Íslands eftir að hafa skorað á bankastjórana að víkja. Markmið mitt var og er að bankinn endurheimti traust eftir hrun fjármálakerfisins og gjaldmiðilsins. Í kjölfarið hvatti ég einnig til að stokkað væri upp í Fjármálaeftirliti og ríkisstjórn og að gengið yrði til kosninga." Að lokum segist hún hafa fengið fjölda áskorana og eftir vandlega íhugun hafi hún ákveðið að bjóða fram krafta sína til þessa mikilvæga verkefnis. „Í prófkjöri gefst flokksmönnum einstakt tækifæri til að endurnýja flokkinn, styrkja stöðu hans og endurvinna traust kjósenda." Sigríður er 40 ára, gift Birgi Hermannssyni stjórnmálafræðingi. Hún á fjögur börn á aldrinum 3ja til 17 ára.
Kosningar 2009 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Sjá meira