Formúla 1

Fimmtán ár frá dauða Senna

AFP

Í dag eru 15 ár frá því að Brasilíumaðurinn Ayrton Senna lést í formúlu eitt kappakstrinum á Imola brautinni á Ítalíu.

Senna ók þá á vegg á 217 kílómetra hraða. Dauði Senna gjörbreytti formúlu eitt keppninni en Senna var 24. ökumaðurinn sem bíður bana í kappakstrinum.

Á þeim 15 árum sem liðin eru frá dauða Senna hefur enginn týnt lífi í formúlu eitt.

Senna er einn frægasti íþróttamaður sem Brasilía hefur getið af sér, en hann er í guðatölu í landinu ásamt mönnum eins og knattspyrnugoðinu Pele.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×