Golfsamband Íslands sendi fimm kylfinga til Helsinki þar sem þeir taka þátt í finnska meistaramótinu sem hófst í morgun.
Það er finnska golfsambandið sem býður íslensku kylfingunum á mótið. Ragnar Ólafsson landsliðseinvaldur segir að mótið sé kærkomið tækifæri fyrir landsliðsfólkið að láta ljós sitt skína.
Fyrrum landsliðseinvaldur Íslands, Staffan Johannsson er landsliðsþjálfari hjá Finnum í dag.
Landsliðshópur Íslands er skipaður eftirtöldum kylfingum:
Hlynur Geir Hjartarson, GK
Ólafur Björn Loftsson, NK
Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG
Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL