Ræða um mögulegt samstarf við Europol 26. ágúst 2009 06:15 Fulltrúar Evrópulögreglunnar Europol munu í dag funda með sérstökum saksóknara um það hvort og þá hvernig unnt er að nýta sérþekkingu stofnunarinnar við rannsóknina á bankahruninu. Arnar Jensson, fastafulltrúi Íslands hjá Europol, og Carlo van Heuckelom, yfirmaður efnahagsbrotadeildar stofnunarinnar, munu fyrst hitta dómsmálaráðherra og starfsmenn ráðuneytisins og funda með þeim um heimildir til kyrrsetningar og haldlagningar eigna. Þar verður meðal annars farið yfir evrópska löggjöf á þessu sviði og hvaða úrbóta kann að vera þörf á Íslandi. Því næst munu þeir funda um það sama með Ólafi Þór Haukssyni, sérstökum saksóknara, auk þess sem rætt verður um hugsanlegt samstarf embættisins við stofnunina. „Þarna er töluvert mikil þekking sem við höfum ugglaust hag af að komast í," segir Ólafur Þór. Hann segir að innan Europol séu ýmis svið sem kunni að nýtast við rannsóknina á bankahruninu, „án þess að ég geti tilgreint það nákvæmlega hvað það er sem við ætlum að gera." Ólafur mun síðan síðar í vikunni funda með erlendum ráðgjöfum sínum, þeim Evu Joly, Helge Skog-seth Berg frá Noregi og Jean-Michel Matt frá Frakklandi um framgang rannsóknarinnar. Á borði sérstaks saksóknara eru nú 36 mál. Umsóknarfrestur rennur út í dag um störf þriggja saksóknara sem starfa munu við hlið Ólafs og mun hver þeirra hafa með höndum mál eins viðskiptabankanna þriggja. Skemmst er að minnast þess að auglýsa þurfti stöðu Ólafs í tvígang áður en nokkur sótti um, en það sama er ekki upp á teningnum nú, að sögn Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra. Hún segir að umsóknir hafi þegar borist og að þeim kunni enn að fjölga.- sh Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira
Fulltrúar Evrópulögreglunnar Europol munu í dag funda með sérstökum saksóknara um það hvort og þá hvernig unnt er að nýta sérþekkingu stofnunarinnar við rannsóknina á bankahruninu. Arnar Jensson, fastafulltrúi Íslands hjá Europol, og Carlo van Heuckelom, yfirmaður efnahagsbrotadeildar stofnunarinnar, munu fyrst hitta dómsmálaráðherra og starfsmenn ráðuneytisins og funda með þeim um heimildir til kyrrsetningar og haldlagningar eigna. Þar verður meðal annars farið yfir evrópska löggjöf á þessu sviði og hvaða úrbóta kann að vera þörf á Íslandi. Því næst munu þeir funda um það sama með Ólafi Þór Haukssyni, sérstökum saksóknara, auk þess sem rætt verður um hugsanlegt samstarf embættisins við stofnunina. „Þarna er töluvert mikil þekking sem við höfum ugglaust hag af að komast í," segir Ólafur Þór. Hann segir að innan Europol séu ýmis svið sem kunni að nýtast við rannsóknina á bankahruninu, „án þess að ég geti tilgreint það nákvæmlega hvað það er sem við ætlum að gera." Ólafur mun síðan síðar í vikunni funda með erlendum ráðgjöfum sínum, þeim Evu Joly, Helge Skog-seth Berg frá Noregi og Jean-Michel Matt frá Frakklandi um framgang rannsóknarinnar. Á borði sérstaks saksóknara eru nú 36 mál. Umsóknarfrestur rennur út í dag um störf þriggja saksóknara sem starfa munu við hlið Ólafs og mun hver þeirra hafa með höndum mál eins viðskiptabankanna þriggja. Skemmst er að minnast þess að auglýsa þurfti stöðu Ólafs í tvígang áður en nokkur sótti um, en það sama er ekki upp á teningnum nú, að sögn Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra. Hún segir að umsóknir hafi þegar borist og að þeim kunni enn að fjölga.- sh
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira