Almannatengill: Sigmundur átti að biðjast afsökunar strax Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar 26. ágúst 2009 16:47 Þorsteinn G. Gunnarsson, almannatengill, og þingmaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson. Þorsteinn G. Gunnarsson, ráðgjafi hjá almannatengslafyrirtækinu KOM, segir Sigmund Erni Rúnarsson hafa brotið grundvallareglur krísustjórnunar í kjölfar umræðu um meinta ölvun hans á Alþingi. Þorsteinn þekkir vel til á sviði almannatengsla og krísustjórnunar. Hann segir Sigmund hafa brotið tvær mikilvægar reglur þegar kemur að krísustjórnun. „Að koma of seint fram, og segja ekki allan sannleikann í upphafi. Það er mannlegt að gera mistök. Það er mannlegt að reyna að réttlæta gjörðir sínar. Það er líka mannlegt í áföllum að missa svolítið sjónar á því sem er skynsamlegt og rétt í stöðunni," segir Þorsteinn. „Þess vegna var afneitun Sigmundar í fréttum RÚV afar óheppileg og yfirklórið í yfirlýsingunni hans um að hann hafi drukkið, en ekki verið drukkinn var einnig afar óheppilegt." Hann segir að Sigmundur hefði átt að bregðast strax við umræðunni. „Ef hann hefði brugðist strax við og komið hreint fram, viðurkennt að hann hafi verið á golfmóti, viðurkennt að hafa tekið þátt í þessum kvöldverði, viðurkennt að hafa drukkið vín og farið síðann inn á Alþingi; talað um dómgreindarleysi sitt og beðið þjóðina auðmjúklega afsökunnar, þá hefði umræðan fyrir það fyrsta ekki verið eins mikil og hún var, fleiri hefðu fyrirgefið og staða hans væri núna mun betri en raunin er." Aðspurður hver staða Sigmundar í dag er segir Þorsteinn: „Ég met það svo að með því að draga þetta á þennan hátt þá hafi umræðan orðið meiri og verri fyrir Sigmund. Um þetta mál verður fjallað í forsætisnefnd Alþingis og mér finnst rétt af honum að tjá sig ekki meira um málið fyrr en niðurstaða þess fundar liggur fyrir." Hann segir að nú sé brýnt fyrir Sigmund að vinna sér inn traust og virðingu að nýju. „Það er ljóst að hann gerði mistök, hann er búinn að biðjast afsökunnar en hefði átt að gera það fyrr, og á meira afgerandi hátt." Tengdar fréttir Birgitta Jónsdóttir: Forseti hefði átt að grípa í taumana „Mér finnst náttúrulega ótækt að fólk stígi upp í pontu þegar það er búið að fá sér í glas. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta er gert," segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar. 26. ágúst 2009 15:22 Sagður hafa hellt í sig víni Gestir í kvöldverðarboði MP banka í síðustu viku segjast hafa orðið vitni að töluverðri áfengisneyslu Sigmundar Ernis Rúnarssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem síðar um kvöldið flutti framsögu og tók þátt í umræðum á Alþingi um Icesave málið. Þetta kemur fram í DV í dag. 26. ágúst 2009 09:53 Leiðrétting: Þingflokksformaður ræddi sérstaklega við Sigmund Þingflokksformaður Samfylkingarinnar ræddi sérstaklega við Sigmund Erni Rúnarsson eftir eldræðu mikla sem hann hélt á fimmtudagskvöldinu síðasta. Samtal þeirra var í einrúmi en tilefnið var sérkennilega framganga Sigmundar í sölum Alþingis á fimmtudagskvöldinu síðasta. 25. ágúst 2009 22:20 Sigmundur Ernir: Næturgalsi í þingsalnum „Upp úr klukkan tíu og fram til hálftólf var kominn mikill galsi í þingsalinn og orðafar manna eftir því," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar. 21. ágúst 2009 12:36 Árni Johnsen: Sigmundur Ernir hefur bara ákveðinn stíl „Ég fann ekkert athugavert við hann,“ segir Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi en hann sat í þingsal og hlustaði á eldræðu Sigmundar Ernis Rúnarssonar á fimmtudagskvöldinu. 25. ágúst 2009 21:53 Sigmundur Ernir: Drakk en kenndi ekki áhrifa Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar, viðurkennir að hafa fengið sér léttvín með mat að loknu golfmóti sem hann tók þátt í á fimmtudaginn síðastliðinn. Síðar sama kvöld tók hann þátt í umræðum um Icesave samkomulagið. 26. ágúst 2009 14:11 „Fólk á ekki að vera drukkið í vinnunni“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir sama gildi um þingmenn og aðra, þeir verði að halda sig við þær siðareglur sem gilda í samfélaginu. Hún segir það ekki vera sitt að taka afstöðu til þess hvort að Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, eigi að segja af sér þingmennsku. 26. ágúst 2009 15:41 „Loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns" „Það er nokkuð ljóst að það loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns ef hann getur ekki munað tvær-þrjár spurningar sem beint er til hans hér úr ræðustól," sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttur, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í þingsal rétt fyrir hálftólf í gærkvöld. 21. ágúst 2009 10:38 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaþotur, þyrlur og kennsluflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Þorsteinn G. Gunnarsson, ráðgjafi hjá almannatengslafyrirtækinu KOM, segir Sigmund Erni Rúnarsson hafa brotið grundvallareglur krísustjórnunar í kjölfar umræðu um meinta ölvun hans á Alþingi. Þorsteinn þekkir vel til á sviði almannatengsla og krísustjórnunar. Hann segir Sigmund hafa brotið tvær mikilvægar reglur þegar kemur að krísustjórnun. „Að koma of seint fram, og segja ekki allan sannleikann í upphafi. Það er mannlegt að gera mistök. Það er mannlegt að reyna að réttlæta gjörðir sínar. Það er líka mannlegt í áföllum að missa svolítið sjónar á því sem er skynsamlegt og rétt í stöðunni," segir Þorsteinn. „Þess vegna var afneitun Sigmundar í fréttum RÚV afar óheppileg og yfirklórið í yfirlýsingunni hans um að hann hafi drukkið, en ekki verið drukkinn var einnig afar óheppilegt." Hann segir að Sigmundur hefði átt að bregðast strax við umræðunni. „Ef hann hefði brugðist strax við og komið hreint fram, viðurkennt að hann hafi verið á golfmóti, viðurkennt að hafa tekið þátt í þessum kvöldverði, viðurkennt að hafa drukkið vín og farið síðann inn á Alþingi; talað um dómgreindarleysi sitt og beðið þjóðina auðmjúklega afsökunnar, þá hefði umræðan fyrir það fyrsta ekki verið eins mikil og hún var, fleiri hefðu fyrirgefið og staða hans væri núna mun betri en raunin er." Aðspurður hver staða Sigmundar í dag er segir Þorsteinn: „Ég met það svo að með því að draga þetta á þennan hátt þá hafi umræðan orðið meiri og verri fyrir Sigmund. Um þetta mál verður fjallað í forsætisnefnd Alþingis og mér finnst rétt af honum að tjá sig ekki meira um málið fyrr en niðurstaða þess fundar liggur fyrir." Hann segir að nú sé brýnt fyrir Sigmund að vinna sér inn traust og virðingu að nýju. „Það er ljóst að hann gerði mistök, hann er búinn að biðjast afsökunnar en hefði átt að gera það fyrr, og á meira afgerandi hátt."
Tengdar fréttir Birgitta Jónsdóttir: Forseti hefði átt að grípa í taumana „Mér finnst náttúrulega ótækt að fólk stígi upp í pontu þegar það er búið að fá sér í glas. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta er gert," segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar. 26. ágúst 2009 15:22 Sagður hafa hellt í sig víni Gestir í kvöldverðarboði MP banka í síðustu viku segjast hafa orðið vitni að töluverðri áfengisneyslu Sigmundar Ernis Rúnarssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem síðar um kvöldið flutti framsögu og tók þátt í umræðum á Alþingi um Icesave málið. Þetta kemur fram í DV í dag. 26. ágúst 2009 09:53 Leiðrétting: Þingflokksformaður ræddi sérstaklega við Sigmund Þingflokksformaður Samfylkingarinnar ræddi sérstaklega við Sigmund Erni Rúnarsson eftir eldræðu mikla sem hann hélt á fimmtudagskvöldinu síðasta. Samtal þeirra var í einrúmi en tilefnið var sérkennilega framganga Sigmundar í sölum Alþingis á fimmtudagskvöldinu síðasta. 25. ágúst 2009 22:20 Sigmundur Ernir: Næturgalsi í þingsalnum „Upp úr klukkan tíu og fram til hálftólf var kominn mikill galsi í þingsalinn og orðafar manna eftir því," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar. 21. ágúst 2009 12:36 Árni Johnsen: Sigmundur Ernir hefur bara ákveðinn stíl „Ég fann ekkert athugavert við hann,“ segir Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi en hann sat í þingsal og hlustaði á eldræðu Sigmundar Ernis Rúnarssonar á fimmtudagskvöldinu. 25. ágúst 2009 21:53 Sigmundur Ernir: Drakk en kenndi ekki áhrifa Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar, viðurkennir að hafa fengið sér léttvín með mat að loknu golfmóti sem hann tók þátt í á fimmtudaginn síðastliðinn. Síðar sama kvöld tók hann þátt í umræðum um Icesave samkomulagið. 26. ágúst 2009 14:11 „Fólk á ekki að vera drukkið í vinnunni“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir sama gildi um þingmenn og aðra, þeir verði að halda sig við þær siðareglur sem gilda í samfélaginu. Hún segir það ekki vera sitt að taka afstöðu til þess hvort að Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, eigi að segja af sér þingmennsku. 26. ágúst 2009 15:41 „Loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns" „Það er nokkuð ljóst að það loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns ef hann getur ekki munað tvær-þrjár spurningar sem beint er til hans hér úr ræðustól," sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttur, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í þingsal rétt fyrir hálftólf í gærkvöld. 21. ágúst 2009 10:38 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaþotur, þyrlur og kennsluflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir: Forseti hefði átt að grípa í taumana „Mér finnst náttúrulega ótækt að fólk stígi upp í pontu þegar það er búið að fá sér í glas. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta er gert," segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar. 26. ágúst 2009 15:22
Sagður hafa hellt í sig víni Gestir í kvöldverðarboði MP banka í síðustu viku segjast hafa orðið vitni að töluverðri áfengisneyslu Sigmundar Ernis Rúnarssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem síðar um kvöldið flutti framsögu og tók þátt í umræðum á Alþingi um Icesave málið. Þetta kemur fram í DV í dag. 26. ágúst 2009 09:53
Leiðrétting: Þingflokksformaður ræddi sérstaklega við Sigmund Þingflokksformaður Samfylkingarinnar ræddi sérstaklega við Sigmund Erni Rúnarsson eftir eldræðu mikla sem hann hélt á fimmtudagskvöldinu síðasta. Samtal þeirra var í einrúmi en tilefnið var sérkennilega framganga Sigmundar í sölum Alþingis á fimmtudagskvöldinu síðasta. 25. ágúst 2009 22:20
Sigmundur Ernir: Næturgalsi í þingsalnum „Upp úr klukkan tíu og fram til hálftólf var kominn mikill galsi í þingsalinn og orðafar manna eftir því," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar. 21. ágúst 2009 12:36
Árni Johnsen: Sigmundur Ernir hefur bara ákveðinn stíl „Ég fann ekkert athugavert við hann,“ segir Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi en hann sat í þingsal og hlustaði á eldræðu Sigmundar Ernis Rúnarssonar á fimmtudagskvöldinu. 25. ágúst 2009 21:53
Sigmundur Ernir: Drakk en kenndi ekki áhrifa Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar, viðurkennir að hafa fengið sér léttvín með mat að loknu golfmóti sem hann tók þátt í á fimmtudaginn síðastliðinn. Síðar sama kvöld tók hann þátt í umræðum um Icesave samkomulagið. 26. ágúst 2009 14:11
„Fólk á ekki að vera drukkið í vinnunni“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir sama gildi um þingmenn og aðra, þeir verði að halda sig við þær siðareglur sem gilda í samfélaginu. Hún segir það ekki vera sitt að taka afstöðu til þess hvort að Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, eigi að segja af sér þingmennsku. 26. ágúst 2009 15:41
„Loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns" „Það er nokkuð ljóst að það loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns ef hann getur ekki munað tvær-þrjár spurningar sem beint er til hans hér úr ræðustól," sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttur, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í þingsal rétt fyrir hálftólf í gærkvöld. 21. ágúst 2009 10:38
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaþotur, þyrlur og kennsluflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað