Bloggarar standa fyrir hávaðamótmælum á morgun Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 26. ágúst 2009 12:13 Frosti Sigurjónsson, framkvæmdastjóri, bloggari og mótmælandi. Mynd/Anton Brink „Hugmyndin er sú að sá sem mætir þarna og öskrar getur unnið sér inn eina til tvær milljónir," segir Frosti Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Dohop flugleitarvélarinnar og bloggari. Hann tilheyrir hópi bloggara sem stendur fyrir svokölluðum hávaðamótmælum á Austurvelli á hádegi á morgun til að mótmæla því að Alþingi samþykki ríkisábyrgð á Icesave samningunum. Hann telur að mótmælendur geti unnið sér inn eina til tvær milljónir fyrir litla vinnu, en það er álíka upphæðinni sem deilist á hvern Íslending vegna samninganna. „Menn þurfa að fá útrás - það er ekki bara hægt að blogga í hljóði. Þarna verða öskurkórar, lúðarsveitir og hrossabrestir," segir Frosti og bætir við að fólk geti tekið þátt í hávaðanum hvar sem þeir eru staddir á hádegi á morgun með því að þeyta bílflautu, hækka í græjunum eða stappa niður fótum. Frosti segir markmiðið að sýna ríkisstjórninni að hún hafi þjóðina ekki með sér og stappa stáli í þá þingmenn sem hafa efasemdir um samningana. Hópurinn er ósáttur við að skuldum einkabanka sé velt á almenning og segja afleiðingar þess að samþykkja Icesave samninginn verra en nokkuð sem Bretar og Hollendingar geti hótað þjóðinni. Þá telur hann fyrirvarana við samningana ekki ganga nógu langt. Ríkisábyrgð á Icesave samningunum verður rædd í þinginu á morgun og hefjast umræður klukkan hálf ellefu. Málið var tekið út úr fjárlaganefnd í gær. Blogg Frosta má sjá hér. Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi Sjá meira
„Hugmyndin er sú að sá sem mætir þarna og öskrar getur unnið sér inn eina til tvær milljónir," segir Frosti Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Dohop flugleitarvélarinnar og bloggari. Hann tilheyrir hópi bloggara sem stendur fyrir svokölluðum hávaðamótmælum á Austurvelli á hádegi á morgun til að mótmæla því að Alþingi samþykki ríkisábyrgð á Icesave samningunum. Hann telur að mótmælendur geti unnið sér inn eina til tvær milljónir fyrir litla vinnu, en það er álíka upphæðinni sem deilist á hvern Íslending vegna samninganna. „Menn þurfa að fá útrás - það er ekki bara hægt að blogga í hljóði. Þarna verða öskurkórar, lúðarsveitir og hrossabrestir," segir Frosti og bætir við að fólk geti tekið þátt í hávaðanum hvar sem þeir eru staddir á hádegi á morgun með því að þeyta bílflautu, hækka í græjunum eða stappa niður fótum. Frosti segir markmiðið að sýna ríkisstjórninni að hún hafi þjóðina ekki með sér og stappa stáli í þá þingmenn sem hafa efasemdir um samningana. Hópurinn er ósáttur við að skuldum einkabanka sé velt á almenning og segja afleiðingar þess að samþykkja Icesave samninginn verra en nokkuð sem Bretar og Hollendingar geti hótað þjóðinni. Þá telur hann fyrirvarana við samningana ekki ganga nógu langt. Ríkisábyrgð á Icesave samningunum verður rædd í þinginu á morgun og hefjast umræður klukkan hálf ellefu. Málið var tekið út úr fjárlaganefnd í gær. Blogg Frosta má sjá hér.
Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi Sjá meira