Handbolti

Halldór Ingólfsson tekur við Gróttuliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Halldór Ingólfsson varð Íslandsmeistari í sjötta sinn með Haukum síðasta vor.
Halldór Ingólfsson varð Íslandsmeistari í sjötta sinn með Haukum síðasta vor. Mynd/Daníel

Halldór Ingólfsson er kominn aftur heim og tekinn við þjálfun karlaliðs Gróttu sem tryggði sér á dögunum sæti í N1 deild karla. Halldór tekur við starfi Ágústs Þórs Jóhannssonar sem mun þjálfa norska kvennaliðið Levanger á næsta tímabili.

Halldór Ingólfsson gerði þriggja ára samning við Gróttu en hann hóf ferill sinn á Seltjarnarnesinu áður en hann skipti yfir í Hauka. Halldór vann sex Íslandsmeistaratitla með Haukum og var fyrirliði liðsins í mörg ár.

„Halldór er Seltirningum að góðu kunnur enda lék hann með Gróttu um árabil líkt og áður segir og var m.a. valinn íþróttamaður félagsins árið 1986. Mikil ánægja er innan félagsins með ráðningu Halldórs en með henni hefur verið stigið fyrsta skrefið í þá átt að tryggja liðinu sess í efstu deild þar sem það á heima," segir í Fréttatilkynningu frá Handknattleiksdeild Gróttu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×