Flugókyrrð og flokkun hennar Siggi stormur skrifar 6. febrúar 2009 11:00 DC-3, Páll Sveinsson, á flugi yfir Reykjavík. Baldur Sveinsson Bandarískar rannsóknir sýna að fjölmargir eru flughræddir eða finna fyrir ónotum á flugi og að um 20% flugfarþega hreinlega þjáist á flugi. Þegar flugvélar lenda í ókyrrð á flugi má oftar en ekki heyra upphróp frá einstaka farþegum. Í þessum pistli ætla ég að fjalla um flugókyrrð og flokkun hennar. Flestir þeir sem farið hafa í flugvél hafa upplifað ókyrrð. Ókyrrð þar sem manni finnst ýmist vélin detta undan manni eða þrýstist snögglega upp. En hvað er þetta - afhverju gerist þetta? Segja má til einföldunar að vindur samanstandi af tvenns konar hreyfingu. Annars vegar er um að ræða vind í lárétta stefnu sem vélin flýgur til móts við og hins getur vindurinn líka verið lóðréttur, þ.e. vindur sem orsakast af óreglulegri og síbreytilegri ólgu í loftinu. Þessi lóðrétta og óreglulega hreyfing er það sem kallað hefur verið kvika eða ókyrrð í heimi flugsins. Þessi óreglulegi vindur getur verið missterkur og er háður þeim veðurfarslegu aðstæðum sem eru á jörðu niðri og stöðu almennra veðurkerfa í háloftunum. Erfitt er að spá nákvæmlega fyrir um kvikuhreyfingar í loftinu enda þótt mælingar á vindbreytingum með hæð og athuganir á stöðugleika loftsins gefi vissar vísbendingar. Það er oft að tilkynningar um ókyrrð komi frá flugmönnunum sjálfum.Þrír flokkar ókyrrðar Í veðurspá sem flugmenn fá fyrir flug er líklegrar ókyrrðar getið og hún flokkuð þrjá flokka, eftir styrk. Fyrsti flokkurinn er lítil ókyrrð. Það er vel merkjanleg kvika þar sem tiltölulega auðvelt er fyrir flugvélina að halda hæð og stefnu. Sumir vilja lýsa þessari ókyrrð þannig að um sé að ræða nokkurs konar "nudd" flugvélarinnar í loftinu. Annar flokkurinn er miðlungs ókyrrð. Flugvélin veltur talsvert og sveiflast upp og niður. Fólk fer öðru hverju í sætisólar og erfitt er að ganga um vélina. Lausir hlutir færast til. Flugvélar lenda alloft í slíkri ókyrrð. Og þriðji flokkurinn er mikil ókyrrð: Flugvélin kastast til og illgerlegt er að halda hæð. Vélin er jafnvel stjórnlaus á köflum. Fólk rikkir í sætisólar og lausir hlutir kastast til. Hættan sem fyrst og fremst skapast af slíkri ókyrrð er að fólk slasist þegar lausir hlutir kastast á það. Vissulega er þetta stig ókyrrðar óþægilegt að upplifa en hafa verður í huga að sjálf flugvélin er hönnuð til að þola slíka ókyrrð. Stundum heyrir maður fólk tala um að flugvélar geti lent í einhverskonar lofttæmi eða loftleysu. Slíkt alrangt. Það er alltaf loftmassi sem umlykur vélina. Vandinn er að lofthreyfingin er á köflum ekki aðeins lárétt, heldur líka lóðrétt eins og fyrr segir. Og þó vélin kunni að falla um einhverja tugi metra kemur alltaf að því að flugvélin grípi lárétta loftstrauminn á ný. Svona tilvik eru vissulega ónotaleg. Eftir að flugmenn hafa staðfest mikla ókyrrð er flug ekki planlagt yfir það svæði heldur sveigt af leið. Við getum því í alla staði verið róleg þó flugvélar lendi í óþægilegri ókyrrð, enda flugið einn öruggasti ferðamáti sem völ er á. Veður Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Sjá meira
Bandarískar rannsóknir sýna að fjölmargir eru flughræddir eða finna fyrir ónotum á flugi og að um 20% flugfarþega hreinlega þjáist á flugi. Þegar flugvélar lenda í ókyrrð á flugi má oftar en ekki heyra upphróp frá einstaka farþegum. Í þessum pistli ætla ég að fjalla um flugókyrrð og flokkun hennar. Flestir þeir sem farið hafa í flugvél hafa upplifað ókyrrð. Ókyrrð þar sem manni finnst ýmist vélin detta undan manni eða þrýstist snögglega upp. En hvað er þetta - afhverju gerist þetta? Segja má til einföldunar að vindur samanstandi af tvenns konar hreyfingu. Annars vegar er um að ræða vind í lárétta stefnu sem vélin flýgur til móts við og hins getur vindurinn líka verið lóðréttur, þ.e. vindur sem orsakast af óreglulegri og síbreytilegri ólgu í loftinu. Þessi lóðrétta og óreglulega hreyfing er það sem kallað hefur verið kvika eða ókyrrð í heimi flugsins. Þessi óreglulegi vindur getur verið missterkur og er háður þeim veðurfarslegu aðstæðum sem eru á jörðu niðri og stöðu almennra veðurkerfa í háloftunum. Erfitt er að spá nákvæmlega fyrir um kvikuhreyfingar í loftinu enda þótt mælingar á vindbreytingum með hæð og athuganir á stöðugleika loftsins gefi vissar vísbendingar. Það er oft að tilkynningar um ókyrrð komi frá flugmönnunum sjálfum.Þrír flokkar ókyrrðar Í veðurspá sem flugmenn fá fyrir flug er líklegrar ókyrrðar getið og hún flokkuð þrjá flokka, eftir styrk. Fyrsti flokkurinn er lítil ókyrrð. Það er vel merkjanleg kvika þar sem tiltölulega auðvelt er fyrir flugvélina að halda hæð og stefnu. Sumir vilja lýsa þessari ókyrrð þannig að um sé að ræða nokkurs konar "nudd" flugvélarinnar í loftinu. Annar flokkurinn er miðlungs ókyrrð. Flugvélin veltur talsvert og sveiflast upp og niður. Fólk fer öðru hverju í sætisólar og erfitt er að ganga um vélina. Lausir hlutir færast til. Flugvélar lenda alloft í slíkri ókyrrð. Og þriðji flokkurinn er mikil ókyrrð: Flugvélin kastast til og illgerlegt er að halda hæð. Vélin er jafnvel stjórnlaus á köflum. Fólk rikkir í sætisólar og lausir hlutir kastast til. Hættan sem fyrst og fremst skapast af slíkri ókyrrð er að fólk slasist þegar lausir hlutir kastast á það. Vissulega er þetta stig ókyrrðar óþægilegt að upplifa en hafa verður í huga að sjálf flugvélin er hönnuð til að þola slíka ókyrrð. Stundum heyrir maður fólk tala um að flugvélar geti lent í einhverskonar lofttæmi eða loftleysu. Slíkt alrangt. Það er alltaf loftmassi sem umlykur vélina. Vandinn er að lofthreyfingin er á köflum ekki aðeins lárétt, heldur líka lóðrétt eins og fyrr segir. Og þó vélin kunni að falla um einhverja tugi metra kemur alltaf að því að flugvélin grípi lárétta loftstrauminn á ný. Svona tilvik eru vissulega ónotaleg. Eftir að flugmenn hafa staðfest mikla ókyrrð er flug ekki planlagt yfir það svæði heldur sveigt af leið. Við getum því í alla staði verið róleg þó flugvélar lendi í óþægilegri ókyrrð, enda flugið einn öruggasti ferðamáti sem völ er á.
Veður Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Sjá meira