Golf

Woods: Heiðarleiki og íþróttamennska skilja golfið frá öðrum íþróttum

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Virðing er Woods mikilvæg. Hér er hann á leik Lakers og Orlando á fimmtudaginn.
Virðing er Woods mikilvæg. Hér er hann á leik Lakers og Orlando á fimmtudaginn. Nordicphotos/GettyImages
Tiger Woods er uppalinn í Los Angeles og er mikill áhugamaður um körfubolta. Golfarinn gagnrýndi LeBron James óbeint nýverið í viðtali þar sem hann segir íþróttamennskuna skilja golfið frá öðrum íþróttum.

James gekk sem kunnugt er beint af velli eftir tap Cleveland gegn Orlando í úrslitum Austurdeildarinnar og neitaði að taka í hendur mótherjanna. Hann mætti heldur ekki á blaðamannafund eftir leik og fékk þriggja milljón króna sekt fyrir vikið.

Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og Woods hefur sagt sína skoðun.

„Það tíðkast ekki alls staðar að menn takast í hendur að leik loknum. Í NFL (innsk, ruðningur) fara margir beint af velli en til að mynda í NHL (innsk. íshokkí) raða sér allir upp og takast í hendur. "

"Í golfi taka allir húfurnar sínar að ofan og taka í spaðann á öðrum eftir hringina. Golf er þekkt fyrir heiðarleika sinn og íþróttamennsku. Stundum viðurkennum við eigin brot á reglum. Það gerist ekki í NFL-deildinni að einhver rétti upp hendi og segist hafa haldið einhverjum og biðji um víti á sjálfan sig," sagði Woods.

„Þetta er það sem skilur golfið frá öðrum íþróttum. Hefðin fyrir íþróttamennsku, að taka húfuna að ofan, horfa í augu mótherjans og hrósa honum fyrir hringinn," segir Woods.

Sjá einnig:

LeBron James sektaður um þrjár milljónir

LeBron tjáir sig loksins

LeBron talaði ekki við neinn eftir tapið í nótt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×