Hrunflokkastjórn 7. október 2009 06:00 Allt útlit er fyrir að einungis þrír flokkar séu starfhæfir á Alþingi þessa dagana: Framsókn, Samfylking og Sjálfstæðisflokkur. Hinir tveir flokkarnir eru í svo bágbornu ástandi að þeir geta varla stýrt sér sjálfum. Borgarahreyfingin missti þingmann frá borði strax í sumar. Skömmu síðar sagði þingflokkur hreyfingarinnar skilið við megnið af baklandinu og hélt sína leið undir nýju nafni. Vinstrihreyfingin - grænt framboð er klofin í herðar niður og bíður nú komu Steingríms formanns, sem væntanlegur er til landsins í dag. Máttur hans má vera mikill til að honum lukkist að binda hópinn svo saman að það dugi lengur en að næstu dagblaðafyrirsögn eða beinu sjónvarpsútsendingu. Vandamál VG er augljóst óþol í hluta þingflokksins og grasrótarinnar fyrir því að vera orðinn valdaflokkur og hluti af kerfinu. Þetta er auðvitað grátleg staða fyrir þann hluta VG sem vill leggja sitt af mörkum við stjórn landsins. Þar fer fremstur í flokki Steingrímur J. Sigfússon. Frammistaða hans í ríkisstjórn hefur fest hann í sessi sem yfirburða forystumann í íslensku stjórnmálalífi. Maður þarf ekki að vera samstiga honum í pólitík til að komast að þeirri niðurstöðu. Það er hins vegar kaldhæðnislegt að þá pattstöðu, sem er komin upp á pólitíska sviðinu, má að drjúgum hluta rekja til mistaka Steingríms á fyrstu dögum hans í fjármálaráðuneytinu. Í stað þess að fá fulltrúa allra stjórnmálaflokka til liðs við samninganefndina um Icesave, kaus hann að gera samherja sinn, Svavar Gestsson, að tákngervingi samninganna. Þar missti Steingrímur af tækifæri til að gera stjórnarandstöðuflokkana samseka um þennan óumflýjanlega ógnarsamning en lagði þeim þess í stað í hendur beitta fleyga til að reka inn í ríkisstjórnarsamstarfið. Þá hefur stjórnarandstaðan nýtt sér af svo miklum krafti að ríkisstjórnin er nú í besta falli stórlega lemstruð, ef ekki beinlínis dauðvona. Ef stjórnin gefur upp öndina er spurningin hvað tekur við. Þjóðstjórn vilja sumir meina. Aðrir segja utanþingsstjórn. Báðir kostir eru vondir. Ekki er líklegt að slíkar ríkisstjórnir gangi hratt og fumlaust til verka. Þeir stjórnarandstöðuþingmenn, sem mest hafa hamast, virðast ekki áfjáðir í að taka við stjórn landsins. Enda engin furða. Feiknar niðurskurður í umsvifum ríkisins er að sjálfsögðu ekki líklegur til vinsælda. Leiðin úr þessari stöðu gæti verið að Samfylking, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn bitu á jaxlinn og tækju að sér saman stjórnina og óhjákvæmilegar óvinsældir. Einhverjir þyrftu að taka eina, tvær u-beygjur svo slíkt samstarf gæti blessast, en við höfum nýleg dæmi um að slíkar æfingar þurfa ekki að vefjast fyrir mönnum. Hrunflokkastjórnin gæti hún kallast og verkefni hennar væri auðvitað tiltekt eftir þá flokka sem hana mynda, auk hraðrar stefnumörkunar í stóriðjumálum og uppbyggingar atvinnulífsins. VG væri þá komin í stjórnarandstöðu og allt aftur eins og það á að sér að vera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Skoðun Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson skrifar Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar Skoðun Af hverju að gefa sósíalistum séns? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Er aðgangur að sérfræðiþjónustu jafnaður óháð búsetu? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar Skoðun Var eitthvað sérstakt við búvörulögin? Stjórnskipunarkrísa? Jón Jónsson skrifar Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Fiskmarkaðir Kári Jónsson skrifar Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir skrifar Skoðun Austurland í gíslingu..? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Rís upp unga Ísland! Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kennarar á krossgötum Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun skrifar Skoðun Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ingibergur Valgarðsson skrifar Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Sjá meira
Allt útlit er fyrir að einungis þrír flokkar séu starfhæfir á Alþingi þessa dagana: Framsókn, Samfylking og Sjálfstæðisflokkur. Hinir tveir flokkarnir eru í svo bágbornu ástandi að þeir geta varla stýrt sér sjálfum. Borgarahreyfingin missti þingmann frá borði strax í sumar. Skömmu síðar sagði þingflokkur hreyfingarinnar skilið við megnið af baklandinu og hélt sína leið undir nýju nafni. Vinstrihreyfingin - grænt framboð er klofin í herðar niður og bíður nú komu Steingríms formanns, sem væntanlegur er til landsins í dag. Máttur hans má vera mikill til að honum lukkist að binda hópinn svo saman að það dugi lengur en að næstu dagblaðafyrirsögn eða beinu sjónvarpsútsendingu. Vandamál VG er augljóst óþol í hluta þingflokksins og grasrótarinnar fyrir því að vera orðinn valdaflokkur og hluti af kerfinu. Þetta er auðvitað grátleg staða fyrir þann hluta VG sem vill leggja sitt af mörkum við stjórn landsins. Þar fer fremstur í flokki Steingrímur J. Sigfússon. Frammistaða hans í ríkisstjórn hefur fest hann í sessi sem yfirburða forystumann í íslensku stjórnmálalífi. Maður þarf ekki að vera samstiga honum í pólitík til að komast að þeirri niðurstöðu. Það er hins vegar kaldhæðnislegt að þá pattstöðu, sem er komin upp á pólitíska sviðinu, má að drjúgum hluta rekja til mistaka Steingríms á fyrstu dögum hans í fjármálaráðuneytinu. Í stað þess að fá fulltrúa allra stjórnmálaflokka til liðs við samninganefndina um Icesave, kaus hann að gera samherja sinn, Svavar Gestsson, að tákngervingi samninganna. Þar missti Steingrímur af tækifæri til að gera stjórnarandstöðuflokkana samseka um þennan óumflýjanlega ógnarsamning en lagði þeim þess í stað í hendur beitta fleyga til að reka inn í ríkisstjórnarsamstarfið. Þá hefur stjórnarandstaðan nýtt sér af svo miklum krafti að ríkisstjórnin er nú í besta falli stórlega lemstruð, ef ekki beinlínis dauðvona. Ef stjórnin gefur upp öndina er spurningin hvað tekur við. Þjóðstjórn vilja sumir meina. Aðrir segja utanþingsstjórn. Báðir kostir eru vondir. Ekki er líklegt að slíkar ríkisstjórnir gangi hratt og fumlaust til verka. Þeir stjórnarandstöðuþingmenn, sem mest hafa hamast, virðast ekki áfjáðir í að taka við stjórn landsins. Enda engin furða. Feiknar niðurskurður í umsvifum ríkisins er að sjálfsögðu ekki líklegur til vinsælda. Leiðin úr þessari stöðu gæti verið að Samfylking, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn bitu á jaxlinn og tækju að sér saman stjórnina og óhjákvæmilegar óvinsældir. Einhverjir þyrftu að taka eina, tvær u-beygjur svo slíkt samstarf gæti blessast, en við höfum nýleg dæmi um að slíkar æfingar þurfa ekki að vefjast fyrir mönnum. Hrunflokkastjórnin gæti hún kallast og verkefni hennar væri auðvitað tiltekt eftir þá flokka sem hana mynda, auk hraðrar stefnumörkunar í stóriðjumálum og uppbyggingar atvinnulífsins. VG væri þá komin í stjórnarandstöðu og allt aftur eins og það á að sér að vera.
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar
Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun