Aukin kreditkortavanskil í Evrópu - mest í Bretlandi 28. júlí 2009 10:06 Frá London. Evrópskir lánveitendur undirbúa sig um þessar mundir fyrir aukin kreditkortavanskil en bandarískir bankar hafa nú þegar tapað verulegum fjárhæðum á slíkum vanskilum. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn býst við að rúmlega 308 milljarðar af neytendalánum muni tapast en það er um 7% af heildarneytendalánum í Evrópu. Telur sjóðurinn að mestur hluti þeirrar upphæðar muni tapast á Bretlandi, en þar er stærstur hluti kreditkortanotenda í álfunni. Í Bretlandi getur almenningur hringt í svokallaða innlenda skuldalínu til að fá aðstoð og upplýsingar um allt hvað eina sem snertir skuldsetningu einstaklinga. Í maí síðastliðnum, fékk viðkomandi símaþjónusta um 41 þúsund símtöl sem er tvöfalt meira en hringt var í símaþjónustuna í maí á síðasta ári, auk þess kemur fram að ekkert bendi til þess að símtölunum fari fækkandi. Á meðan atvinnuleysi og gjaldþrot einstaklinga heldur áfram að aukast í Bretlandi, búast greinendur við frekari kreditkortavanskilum. Barclays banki, stærsti kreditkortalánveitandi Bretlands með um 11,7 milljónir viðskiptavina, tilkynnti í maí, að kreditkortavanskil hafi aukist hjá bankanum á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Var það talið í beinu samræmi við efnahagsástandið í landinu og aukið atvinnuleysi. Í ljósi þess, lækkaði bankinn heimildir á kortum viðskiptavina sinna umtalsvert. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Evrópskir lánveitendur undirbúa sig um þessar mundir fyrir aukin kreditkortavanskil en bandarískir bankar hafa nú þegar tapað verulegum fjárhæðum á slíkum vanskilum. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn býst við að rúmlega 308 milljarðar af neytendalánum muni tapast en það er um 7% af heildarneytendalánum í Evrópu. Telur sjóðurinn að mestur hluti þeirrar upphæðar muni tapast á Bretlandi, en þar er stærstur hluti kreditkortanotenda í álfunni. Í Bretlandi getur almenningur hringt í svokallaða innlenda skuldalínu til að fá aðstoð og upplýsingar um allt hvað eina sem snertir skuldsetningu einstaklinga. Í maí síðastliðnum, fékk viðkomandi símaþjónusta um 41 þúsund símtöl sem er tvöfalt meira en hringt var í símaþjónustuna í maí á síðasta ári, auk þess kemur fram að ekkert bendi til þess að símtölunum fari fækkandi. Á meðan atvinnuleysi og gjaldþrot einstaklinga heldur áfram að aukast í Bretlandi, búast greinendur við frekari kreditkortavanskilum. Barclays banki, stærsti kreditkortalánveitandi Bretlands með um 11,7 milljónir viðskiptavina, tilkynnti í maí, að kreditkortavanskil hafi aukist hjá bankanum á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Var það talið í beinu samræmi við efnahagsástandið í landinu og aukið atvinnuleysi. Í ljósi þess, lækkaði bankinn heimildir á kortum viðskiptavina sinna umtalsvert.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira