Aukin kreditkortavanskil í Evrópu - mest í Bretlandi 28. júlí 2009 10:06 Frá London. Evrópskir lánveitendur undirbúa sig um þessar mundir fyrir aukin kreditkortavanskil en bandarískir bankar hafa nú þegar tapað verulegum fjárhæðum á slíkum vanskilum. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn býst við að rúmlega 308 milljarðar af neytendalánum muni tapast en það er um 7% af heildarneytendalánum í Evrópu. Telur sjóðurinn að mestur hluti þeirrar upphæðar muni tapast á Bretlandi, en þar er stærstur hluti kreditkortanotenda í álfunni. Í Bretlandi getur almenningur hringt í svokallaða innlenda skuldalínu til að fá aðstoð og upplýsingar um allt hvað eina sem snertir skuldsetningu einstaklinga. Í maí síðastliðnum, fékk viðkomandi símaþjónusta um 41 þúsund símtöl sem er tvöfalt meira en hringt var í símaþjónustuna í maí á síðasta ári, auk þess kemur fram að ekkert bendi til þess að símtölunum fari fækkandi. Á meðan atvinnuleysi og gjaldþrot einstaklinga heldur áfram að aukast í Bretlandi, búast greinendur við frekari kreditkortavanskilum. Barclays banki, stærsti kreditkortalánveitandi Bretlands með um 11,7 milljónir viðskiptavina, tilkynnti í maí, að kreditkortavanskil hafi aukist hjá bankanum á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Var það talið í beinu samræmi við efnahagsástandið í landinu og aukið atvinnuleysi. Í ljósi þess, lækkaði bankinn heimildir á kortum viðskiptavina sinna umtalsvert. Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Evrópskir lánveitendur undirbúa sig um þessar mundir fyrir aukin kreditkortavanskil en bandarískir bankar hafa nú þegar tapað verulegum fjárhæðum á slíkum vanskilum. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn býst við að rúmlega 308 milljarðar af neytendalánum muni tapast en það er um 7% af heildarneytendalánum í Evrópu. Telur sjóðurinn að mestur hluti þeirrar upphæðar muni tapast á Bretlandi, en þar er stærstur hluti kreditkortanotenda í álfunni. Í Bretlandi getur almenningur hringt í svokallaða innlenda skuldalínu til að fá aðstoð og upplýsingar um allt hvað eina sem snertir skuldsetningu einstaklinga. Í maí síðastliðnum, fékk viðkomandi símaþjónusta um 41 þúsund símtöl sem er tvöfalt meira en hringt var í símaþjónustuna í maí á síðasta ári, auk þess kemur fram að ekkert bendi til þess að símtölunum fari fækkandi. Á meðan atvinnuleysi og gjaldþrot einstaklinga heldur áfram að aukast í Bretlandi, búast greinendur við frekari kreditkortavanskilum. Barclays banki, stærsti kreditkortalánveitandi Bretlands með um 11,7 milljónir viðskiptavina, tilkynnti í maí, að kreditkortavanskil hafi aukist hjá bankanum á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Var það talið í beinu samræmi við efnahagsástandið í landinu og aukið atvinnuleysi. Í ljósi þess, lækkaði bankinn heimildir á kortum viðskiptavina sinna umtalsvert.
Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira