Fótbolti

Guardiola: Terry er heiðursmaður

AFP

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, hrósaði John Terry fyrirliða Chelsea eftir leik liðanna í meistaradeildinni í gær.

Viðbrögð leikmanna Chelsea við dómgæslunni í gær hafa verið fyrirferðamikil í fjölmiðlum í dag þar sem Didier Drogba hefur fengið mest pláss eftir glórulausa hegðun sína eftir leikinn.

Minna hefur þó farið fyrir því sem fyrirliðinn John Terry gerði eftir leikinn, en hann gerði sér ferð inn í búningsklefa Barcelona þegar honum rann reiðin og tók í hönd allra leikmanna og þjálfara spænska liðsins.

"Ég vil þakka John Terry fyrir að koma inn í klefann hjá okkur og óska okkur til hamingju. Hann er sannur heiðursmaður," sagði Guardiola.

Barcelona-mennirnir klöppuðu fyrir Terry þegar hann fór út úr klefanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×