Forráðamenn AC Milan vinna nú hörðum höndum í að leita leiða til að styrkja liðið. Brasilíumaðurinn Luis Fabiano og Hollendingurinn Klaas Jan Huntelaar eru báðir á óskalista Milan.
Huntelaar og Fabiano eru báðir á mála hjá spænskum liðum, sá fyrrnefndi hjá Sevilla en hinn hjá Real Madrid. Ítalska stórliðið á allavega nægt fé eftir söluna á Kaka til Real Madrid.
Samkvæmt Sky Sports hyggst AC Milan kanna möguleika á að fá Huntelaar á sérstökum lánssamningi. Fabiano segist vita að AC Milan sé búið að leggja fram kauptilboð í sig og hefur biðlað til forráðamanna Sevilla að taka því.