Sport

Gay ætlar að bæta heimsmet Bolt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tyson Gay.
Tyson Gay. Nordic Photos / Getty Images

Bandaríkjamaðurinn Tyson Gay segir að hann geti bætt heimsmet Usain Bolt í 100 metra hlaupi.

Þetta sagði Gay eftir að hann hljóp 100 metrana á 9,75 sekúndum á móti í gær. Heimsmet Bolt frá því á Ólympíuleikunum í Peking er 9,69 sekúndur.

„Ég tel að ég get bætt metið en ég þarf að halda áfram að bæta tæknina mína. Ég tel að ég þurfi að hlaupa á 9,59 til að vinna hann og hef ég allt sem þarf til að ná þeim tíma."

Það er búist við því að þessir kappar munu mætast fyrst á HM í frjálsum í Berlín í ágúst næstkomandi, bæði í 100 og 200 metra hlaupunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×