Innlent

Framsóknarmenn gegn stjórnarfrumvarpi

Birkir Jón Jónsson.
Birkir Jón Jónsson. MYNd/GVA

Framsóknarmenn lýsa andstöðu við frumvarp ríkisstjórnarinnar um sérstakt eignaumsýslufélag.

Fjármálaráðherra lagði fyrir Alþingi frumvarp um að stofna sérstakt hlutafélag til að stuðla að endurskipulagningu þjóðhagslega mikilvægra fyrirtækja, eins og segir í frumvarpinu.

Tilgangurinn er að koma í veg fyrir að röskun verði á starfsemi fyrirtækja sem sinna mikilvægum öryggis- eða almannahagsmunum, ef þau þarfnast fjárhagslegrar endurskipulagningar. Engin fyrirtæki eru nefnd í greinargerð með frumvarpinu en meðal annars er rætt um fjarskipta- og flutningsfyrirtæki.

Birkir Jón Jónsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í efnahags- og skattanefnd Alþingis, segir að framsóknarmenn styðji ekki málið.

Óvíst er hvenær eða hvort málið verður afgreitt úr efnahags- og skattanefnd.

Ljóst er því að framsóknarmenn styðja ekki þetta frumvarp ríkisstjórnarinnar, en þeir hafa heitið því að verja ríkisstjórnina vantrausti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×