Innlent

Sólkerfið í miðbænum

Nemendur í 7. bekk Melaskóla munu setja upp líkan af sólkerfinu í miðbænum laugardaginn 4. apríl.
Nemendur í 7. bekk Melaskóla munu setja upp líkan af sólkerfinu í miðbænum laugardaginn 4. apríl.
Sólarhrings-vefvarp, uppsetning líkans af sólkerfinu í miðbæ Reykjavíkur og stjörnuskoðunarkvöld er meðal þess sem stjörnuáhugafólk hefur um að velja í tengslum við verkefnið 100 stundir af stjörnufræði, sem stendur yfir frá 2. til 5. apríl næstkomandi.

Efnt er til verkefnisins í tilefni af því að í ár er Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar. Það eru Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn sem sjá um skipulagninguna hér á landi.

Talið er að yfir milljón manns í yfir 130 löndum muni taka þátt í verkefninu með einhverjum hætti. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni stjornuskodun.is/100.- kg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×