Jóhanna og Bjarni ósammála um styrki til frambjóðenda 23. apríl 2009 18:34 Formenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins eru ósammála um hvort opna skuli prófkjörsbókhald frambjóðenda. Forsætisráðherra vill að almenningur fái upplýsingar um styrki til frambjóðenda. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það hins vegar undir einstaklingum komið hvort þeir upplýsi um slíka styrki. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær fengu þau Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokki og Steinunn Valdís Óskarsdóttir fjórar milljónir króna hvort um sig frá Baugi og FL Group til að fjármagna prófkjörsbaráttu sína árið 2006. Ekki er annað að sjá en að alþingismenn hafi sjálfir sett þau siðferðismörk á fjárstyrki- aðeins nokkrum mánuðum eftir þessi prófkjör - í lögum sem segja að bæði stjórnmálaflokkar og fólk í prófkjörsbaráttu megi ekki þiggja hærri styrki en 300 þúsund krónur frá fyrirtækjum. Bæði Guðlaugur Þór og Steinunn Valdís sögðu í gær að þau væru tilbúin til að opna bókhald prófkjara sinna ef aðrir gerðu slíkt hið sama. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sendi formönnum flokkanna bréf í gær þar sem hún óskaði þess að lög um fjármál stjórnmálaflokka og frambjóðanda yrðu endurskoðuð og að Ríkisendurskoðun yrði falið að gera úttekt á fjárreiðum flokkanna - og eftir atvikum frambjóðendum þeirra vegna prófkjara á árunum 1999 til 2006. En þýðir það að hún vilji að frambjóðendur upplýsi um styrki yfir 300 þúsund vegna prófkjara árið 2006? „Ég tel afar mikilvægt vegna þeirra umræðu sem hefur skapast í kringum fjármál flokkanna og frambjóðenda að eyða þeirri tortryggni," segir Jóhanna. Hún telur að þessar upplýsingar eigi að vera aðgengilegar almenningi. Við inntum formann Sjálfstæðisflokksins eftir því hvort hann myndi beita sér fyrir því að frambjóðendur flokksins opnuðu bókhald vegna prófkjörsbaráttunnar 2006. „Í prófkjörum þá fara frambjóðendur fram á eigin forsendum og á eigin reikning sem einstaklingar í prófkjöri," segir formaðurinn. Bjarni segir sjálfsagt að Sjálfstæðisflokkurinn taki þátt í að móta einhvers konar tilmæli til frambjóðenda vegna umræðunnar. En hvað þýðir það? „Mér finnst koma vel til greina að flokkarnir komi saman og semji tilmæli. En það gengur ekki að taka upp ný lög og gera þau afturvirk," sagði formaðurinn. Kosningar 2009 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Formenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins eru ósammála um hvort opna skuli prófkjörsbókhald frambjóðenda. Forsætisráðherra vill að almenningur fái upplýsingar um styrki til frambjóðenda. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það hins vegar undir einstaklingum komið hvort þeir upplýsi um slíka styrki. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær fengu þau Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokki og Steinunn Valdís Óskarsdóttir fjórar milljónir króna hvort um sig frá Baugi og FL Group til að fjármagna prófkjörsbaráttu sína árið 2006. Ekki er annað að sjá en að alþingismenn hafi sjálfir sett þau siðferðismörk á fjárstyrki- aðeins nokkrum mánuðum eftir þessi prófkjör - í lögum sem segja að bæði stjórnmálaflokkar og fólk í prófkjörsbaráttu megi ekki þiggja hærri styrki en 300 þúsund krónur frá fyrirtækjum. Bæði Guðlaugur Þór og Steinunn Valdís sögðu í gær að þau væru tilbúin til að opna bókhald prófkjara sinna ef aðrir gerðu slíkt hið sama. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sendi formönnum flokkanna bréf í gær þar sem hún óskaði þess að lög um fjármál stjórnmálaflokka og frambjóðanda yrðu endurskoðuð og að Ríkisendurskoðun yrði falið að gera úttekt á fjárreiðum flokkanna - og eftir atvikum frambjóðendum þeirra vegna prófkjara á árunum 1999 til 2006. En þýðir það að hún vilji að frambjóðendur upplýsi um styrki yfir 300 þúsund vegna prófkjara árið 2006? „Ég tel afar mikilvægt vegna þeirra umræðu sem hefur skapast í kringum fjármál flokkanna og frambjóðenda að eyða þeirri tortryggni," segir Jóhanna. Hún telur að þessar upplýsingar eigi að vera aðgengilegar almenningi. Við inntum formann Sjálfstæðisflokksins eftir því hvort hann myndi beita sér fyrir því að frambjóðendur flokksins opnuðu bókhald vegna prófkjörsbaráttunnar 2006. „Í prófkjörum þá fara frambjóðendur fram á eigin forsendum og á eigin reikning sem einstaklingar í prófkjöri," segir formaðurinn. Bjarni segir sjálfsagt að Sjálfstæðisflokkurinn taki þátt í að móta einhvers konar tilmæli til frambjóðenda vegna umræðunnar. En hvað þýðir það? „Mér finnst koma vel til greina að flokkarnir komi saman og semji tilmæli. En það gengur ekki að taka upp ný lög og gera þau afturvirk," sagði formaðurinn.
Kosningar 2009 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira