Viðskipti innlent

Finnst tólf ár nægja

Bernard madoff Heilinn á bak við mestu fjársvikamyllu í heimi gæti átt yfir höfði sér þyngstu refsingu sem til er vestan hafs, 150 ára fangelsisdóm. Fréttablaðið/AP
Bernard madoff Heilinn á bak við mestu fjársvikamyllu í heimi gæti átt yfir höfði sér þyngstu refsingu sem til er vestan hafs, 150 ára fangelsisdóm. Fréttablaðið/AP

Tólf ára fangelsisdómur er hæfileg refsing fyrir umfangsmestu fjársvikamyllu sem sögur fara af. Þetta segir Ira Lee Sorkin, lögfræðingur bandaríska fjárfestisins Bernard Madoffs, sem sakaður er um að hafa með gylliboðum og fölsuðum afkomutölum haft fimmtíu milljarða dala, jafnvirði rúmra 6.300 milljarða króna á núvirði, af viðskiptavinum sínum.

Breska ríkisútvarpið hefur eftir Sorkin í gær, að fyrrum viðskiptavinir fjárfestisins hafi sent rúmlega hundrað mjög harðorð bréf gegn honum. Hann mælir með því að menn andi rólega og láti tilfinningarnar ekki bera sig ofurliði.

Fjársvikamyllan komst upp um síðustu jól og játað Madoff sök í ellefu ákæruliðum í mars síðastliðnum. Madoff, sem er 71 árs, gæti átt yfir höfði sér 150 ára fangelsisdóm. Dæmt verður í máli hans á mánudag í næstu viku. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×