Innlent

Enginn strætó í Hvalfjarðarsveit

Ekkert verður úr því að Strætó hefji akstur um Hvalfjarðarsveit, eins og fyrirhugað var, og Borgarbyggð hefur sagt upp samningi við Strætó um akstur upp í Borgarnes. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar ákvað þetta á fundi sínum í vikunni, en sveitarstjórn Borgarbyggðar ákvað þetta nýverið í ljósi þess hversu akstur strætó þangað hefur verið illa nýttur. Sveitarfélagið hefur hins vegar sérleyfi á akstur milli Reykjavíkur og Borgarness og verður nú leitað ráða til að fá einhvern til að halda uppi akstri á þeirri leið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×