Enski boltinn

Van der Sar sagður íhuga að spila á HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Edwin van der Sar.
Edwin van der Sar. Nordic Photos / Getty Images

Edwin van der Sar er sagður eiga í viðræðum við forráðamenn hollenska landsliðsins um að spila með liðinu á HM í knattspyrnu næsta sumar.

Van der Sar stendur víst einnig til boða að spila með Manchester United í eitt ár til viðbótar en hann verður fertugur næsta haust.

Upphaflega hætti van der Sar að spila með hollenska landsliðinu eftir EM 2008 en spilaði á móti Noregi og Íslandi í undankeppni HM 2010 þegar að þeir Maarten Stekelenburg og Henk Timmer voru báðir meiddir.

Ef van der Sar ákveður að spila á HM næsta sumar verður það í fjórða skiptið sem hann spilar í úrslitakeppni HM.

Ekki hefur gengið neitt sérstaklega vel að finna eftirmann van der Sar, hvorki hjá Manchester United né hollenska landsliðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×