Handbolti

Birkir Ívar og Hanna best

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka.
Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka. Mynd/Stefán

Í dag voru tilkynnt úrvalslið síðustu sjö umferða N1-deilda karla og kvenna en úrslitakeppnin hefst á morgun.

Bestu leikmenn voru valin þau Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, og Hanna Guðrún Stefánsdóttir sem einnig leikur með Haukum.

Bestu þjálfararnir voru í kvennaflokki Díana Guðjónsdóttir hjá Haukum og Gunnar Magnússon, þjálfari HK, í karlaflokki.

Besta dómaraparið var valið Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Haukar fengu verðlaun fyrir bestu umgjörð í kvennaflokki og Akureyri í karlaflokki.

Úrvalslið N1-deildar karla fyrir umferðir 15-21:

Markvörður: Birkir Ívar Guðmundsson, Haukum.

Línumaður: Einar Ingi Hrafnsson, HK.

Vinstra horn: Freyr Brynjarsson, Haukum.

Vinstri skytta: Sigurbergur Sveinsson, Haukum.

Hægra horn: Arnór Þór Gunnarsson, Val.

Hægri skytta: Bjarni Fritzson, FH.

Miðjumaður: Valdimar Fannar Þórsson, HK.

Úrvalslið N1-deildar kvenna fyrir umferðir 15-21:

Markvörður: Berglind Íris Hansdóttir, Val.

Línumaður: Hildigunnar Einarsdóttir, Val.

Vinstra horn: Dagný Skúladóttir, Val.

Vinstri skytta: Ramune Pekarskyte, Haukum.

Hægra horn: Hanna G. Stefánsdóttir, Haukum.

Hægri skytta: Stella Sigurðardóttir, Fram.

Miðjumaður: Alina Petrache, Stjörnunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×