Enski boltinn

Chelsea ætlar að kaupa Johnson og lána hann aftur

Ómar Þorgeirsson skrifar
Adam Johnson í leik með U-21 árs landsliði Englands.
Adam Johnson í leik með U-21 árs landsliði Englands. Nordic photos/AFP

Samkvæmt heimildum Daily Mirror ætlar Lundúnafélagið Chelsea að stiga fram og kaupa enska fyrrum U-21 árs landsliðsmanninn Adam Johnson frá Middlesbrough þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Chelsea var sterklega orðað við leikmanninn síðasta sumar líkt og Everton og Sunderland en talið er að Chelsea ætli að kaupa hann á 4 milljónir punda og lána hann aftur til Boro út tímabilið.

Þessi viðskipti gætu hagnast Boro vel því hinn 22 ára gamli Johnson verður samningslaus næsta sumar og hefur til þessa verið óviljugur að framlengja við félagið en gæti nýst því vel í viðleitni þess að vinna sér aftur sæti í deild þeirra bestu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×