Kynferðisbrotafangar stelast ítrekað á netið 20. nóvember 2009 05:45 Vel er fylgst með því sem gerist á Litla-Hrauni. Forstjóri Fangelsismálastofnunar setti í gær reglur um misnotkun á aðgengi að interneti. Myndin er frá Litla-Hrauni. Fangar á Litla-Hrauni sem ekki mega vera nettengdir í klefum sínum hafa sumir hverjir stundað netviðskipti eftir að hafa látið smygla inn til sín svokölluðum netpungum. Fréttablaðið hefur upplýsingar um að fólki utan múra hafi brugðið við að sjá fanga með þunga dóma, til að mynda fyrir manndráp, nauðganir, kynferðisbrot og ofbeldisbrot, komna inn á fésbók eða aðrar vefsíður. Nú síðast var fangi, sem afplánar langan dóm fyrir manndráp og nauðgun, gripinn á netinu. Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins, staðfestir að þetta sé rétt og fangelsisyfirvöldum sé vandi á höndum. Hann setti í gær reglur um að undantekningalaust skuli taka tölvur tímabundið af föngum sem teknir eru með netpunga eða hafa misnotað reglur um aðgengi að interneti. „Þriðjungur fanganna á Litla-Hrauni er í námi,“ útskýrir Páll. „Í dag er ekki hægt að fá tölvur nema með þessum tengibúnaði. Ef við tækjum allar tölvur af föngum, sem vissulega hefur verið rætt, kæmi það fyrst og fremst niður á þeim föngum sem vilja bæta sig og eru sannarlega að vinna í því.“ Fangelsismálayfirvöld hafa skoðað tæknilegar útfærslur á skermun Litla-Hrauns. Þau hafa verið í sambandi við fyrirtæki sem tekið hefur að sér slík mál víða erlendis, til að mynda í Hollandi. „En kostnaður við uppsetningu hleypur á tugum milljóna, auk þess sem ekki er víst að það virki eins og því er ætlað að gera,“ segir Páll. „Meðan fjármunir eru af eins skornum skammti hjá ríkisfyrirtækjum og raun ber vitni er þetta ekki forgangsverkefni hjá okkur.“ Páll segir fleiri þætti í þessu samhengi sem huga þurfi vandlega að í fangelsum. „Þetta má til dæmis ekki bjaga fjarskiptabúnað sem fangaverðir nota sín á milli, hvað þá heldur símkerfið. En það er leitað daglega í fangelsinu og við förum eftir ábendingum sem kunna að berast utan frá.“ Páll segir erfitt að koma í veg fyrir að netpungum sé smyglað inn í fangelsið. Menn eigi að meginreglu til rétt á því að heimsókn til þeirra sé án eftirlits. Verulega væri hægt að bæta úr þessu í nýju, sérhönnuðu öryggisfangelsi. jss@frettabladid.is Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
Fangar á Litla-Hrauni sem ekki mega vera nettengdir í klefum sínum hafa sumir hverjir stundað netviðskipti eftir að hafa látið smygla inn til sín svokölluðum netpungum. Fréttablaðið hefur upplýsingar um að fólki utan múra hafi brugðið við að sjá fanga með þunga dóma, til að mynda fyrir manndráp, nauðganir, kynferðisbrot og ofbeldisbrot, komna inn á fésbók eða aðrar vefsíður. Nú síðast var fangi, sem afplánar langan dóm fyrir manndráp og nauðgun, gripinn á netinu. Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins, staðfestir að þetta sé rétt og fangelsisyfirvöldum sé vandi á höndum. Hann setti í gær reglur um að undantekningalaust skuli taka tölvur tímabundið af föngum sem teknir eru með netpunga eða hafa misnotað reglur um aðgengi að interneti. „Þriðjungur fanganna á Litla-Hrauni er í námi,“ útskýrir Páll. „Í dag er ekki hægt að fá tölvur nema með þessum tengibúnaði. Ef við tækjum allar tölvur af föngum, sem vissulega hefur verið rætt, kæmi það fyrst og fremst niður á þeim föngum sem vilja bæta sig og eru sannarlega að vinna í því.“ Fangelsismálayfirvöld hafa skoðað tæknilegar útfærslur á skermun Litla-Hrauns. Þau hafa verið í sambandi við fyrirtæki sem tekið hefur að sér slík mál víða erlendis, til að mynda í Hollandi. „En kostnaður við uppsetningu hleypur á tugum milljóna, auk þess sem ekki er víst að það virki eins og því er ætlað að gera,“ segir Páll. „Meðan fjármunir eru af eins skornum skammti hjá ríkisfyrirtækjum og raun ber vitni er þetta ekki forgangsverkefni hjá okkur.“ Páll segir fleiri þætti í þessu samhengi sem huga þurfi vandlega að í fangelsum. „Þetta má til dæmis ekki bjaga fjarskiptabúnað sem fangaverðir nota sín á milli, hvað þá heldur símkerfið. En það er leitað daglega í fangelsinu og við förum eftir ábendingum sem kunna að berast utan frá.“ Páll segir erfitt að koma í veg fyrir að netpungum sé smyglað inn í fangelsið. Menn eigi að meginreglu til rétt á því að heimsókn til þeirra sé án eftirlits. Verulega væri hægt að bæta úr þessu í nýju, sérhönnuðu öryggisfangelsi. jss@frettabladid.is
Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira