Erlendar skuldir Íslands tvö- til þreföld landsframleiðsla Sigríður Mogensen skrifar 1. júlí 2009 18:34 Erlendar skuldir Íslands eru nú tvöföld til þreföld landsframleiðsla. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í nóvember að ef hlutfallið færi upp í 240 prósent þýddi það að Ísland gæti ekki staðið undir skuldbindingum sínum. Í dag hétu Danir, Finnar, Norðmenn og Svíar því að lána Íslendingum um einn koma sjö milljarð evra. Þetta eru tæpir þrjú hundruð og átján milljarðar íslenskra króna. Lánin eru veitt í tengslum við áætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þau verða borguð út í fjórum jöfnum greiðslum sem eru tengdar fjórum fyrstu endurskoðunum á efnahagsáætlun Íslands með sjóðnum. Ekkert verður því greitt ef endurskoðun er ekki samþykkt. Eitt af því sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn horfir mest til eru erlendar skuldir í hlutfalli við landsframleiðslu. Þegar samningurinn var gerður við sjóðinn í nóvember síðastliðnum kom fram að hlutfall erlendra skulda af landsframleiðslu væri 160%. Erlendar skuldir hafa hækkað mikið frá þeim tíma. Útreikningar fréttastofu eru byggðir á tölum Seðlabankans um erlendar skuldir Íslands frá því í lok mars á þessu ári. Búið er að taka skuldir stóru bankanna þriggja út. Þá er tekið tillit til þess að krónan hefur veikst um tíu prósent frá því í lok mars. Landsframleiðsla er fundin út með því að gera ráð fyrir 10% samdrætti frá árinu 2008. Samkvæmt þessu eru erlendar skuldir Íslands nú um 253% af landsframleiðslu. Það sem vekur athygli við þetta er að í lánasamningi Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kemur fram að ef hlutfallið færi upp í 240% þá gæti landið ekki staðið undir því. Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins á Íslandi, segir að áætlun áætlun sjóðsins standi. Hann segir að til að tryggja að áætlunin standist hafi sjóðurinn í samstarfi við ríkisstjórnina ákveðið að hraða aðlögun í ríkisfjármálunum. Í öðru lagi verði gjaldeyrishöftum aflétt síðar en búist var við. Í þriðja lagi hafi Ísland upplýst norðurlandaþjóðirnar að skuldirnar væru meiri en upphaflega var áætlað. Það hafi orðið til þess að betri vaxtakjör buðust á lánum frá þeim en ella. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Erlendar skuldir Íslands eru nú tvöföld til þreföld landsframleiðsla. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í nóvember að ef hlutfallið færi upp í 240 prósent þýddi það að Ísland gæti ekki staðið undir skuldbindingum sínum. Í dag hétu Danir, Finnar, Norðmenn og Svíar því að lána Íslendingum um einn koma sjö milljarð evra. Þetta eru tæpir þrjú hundruð og átján milljarðar íslenskra króna. Lánin eru veitt í tengslum við áætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þau verða borguð út í fjórum jöfnum greiðslum sem eru tengdar fjórum fyrstu endurskoðunum á efnahagsáætlun Íslands með sjóðnum. Ekkert verður því greitt ef endurskoðun er ekki samþykkt. Eitt af því sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn horfir mest til eru erlendar skuldir í hlutfalli við landsframleiðslu. Þegar samningurinn var gerður við sjóðinn í nóvember síðastliðnum kom fram að hlutfall erlendra skulda af landsframleiðslu væri 160%. Erlendar skuldir hafa hækkað mikið frá þeim tíma. Útreikningar fréttastofu eru byggðir á tölum Seðlabankans um erlendar skuldir Íslands frá því í lok mars á þessu ári. Búið er að taka skuldir stóru bankanna þriggja út. Þá er tekið tillit til þess að krónan hefur veikst um tíu prósent frá því í lok mars. Landsframleiðsla er fundin út með því að gera ráð fyrir 10% samdrætti frá árinu 2008. Samkvæmt þessu eru erlendar skuldir Íslands nú um 253% af landsframleiðslu. Það sem vekur athygli við þetta er að í lánasamningi Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kemur fram að ef hlutfallið færi upp í 240% þá gæti landið ekki staðið undir því. Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins á Íslandi, segir að áætlun áætlun sjóðsins standi. Hann segir að til að tryggja að áætlunin standist hafi sjóðurinn í samstarfi við ríkisstjórnina ákveðið að hraða aðlögun í ríkisfjármálunum. Í öðru lagi verði gjaldeyrishöftum aflétt síðar en búist var við. Í þriðja lagi hafi Ísland upplýst norðurlandaþjóðirnar að skuldirnar væru meiri en upphaflega var áætlað. Það hafi orðið til þess að betri vaxtakjör buðust á lánum frá þeim en ella.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira