Innlent

Erlendar skuldir Íslands tvö- til þreföld landsframleiðsla

Sigríður Mogensen skrifar

Erlendar skuldir Íslands eru nú tvöföld til þreföld landsframleiðsla. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í nóvember að ef hlutfallið færi upp í 240 prósent þýddi það að Ísland gæti ekki staðið undir skuldbindingum sínum.

Í dag hétu Danir, Finnar, Norðmenn og Svíar því að lána Íslendingum um einn koma sjö milljarð evra. Þetta eru tæpir þrjú hundruð og átján milljarðar íslenskra króna.

Lánin eru veitt í tengslum við áætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þau verða borguð út í fjórum jöfnum greiðslum sem eru tengdar fjórum fyrstu endurskoðunum á efnahagsáætlun Íslands með sjóðnum. Ekkert verður því greitt ef endurskoðun er ekki samþykkt.

Eitt af því sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn horfir mest til eru erlendar skuldir í hlutfalli við landsframleiðslu. Þegar samningurinn var gerður við sjóðinn í nóvember síðastliðnum kom fram að hlutfall erlendra skulda af landsframleiðslu væri 160%. Erlendar skuldir hafa hækkað mikið frá þeim tíma. Útreikningar fréttastofu eru byggðir á tölum Seðlabankans um erlendar skuldir Íslands frá því í lok mars á þessu ári. Búið er að taka skuldir stóru bankanna þriggja út. Þá er tekið tillit til þess að krónan hefur veikst um tíu prósent frá því í lok mars. Landsframleiðsla er fundin út með því að gera ráð fyrir 10% samdrætti frá árinu 2008. Samkvæmt þessu eru erlendar skuldir Íslands nú um 253% af landsframleiðslu.

Það sem vekur athygli við þetta er að í lánasamningi Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kemur fram að ef hlutfallið færi upp í 240% þá gæti landið ekki staðið undir því.

Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins á Íslandi, segir að áætlun áætlun sjóðsins standi.

Hann segir að til að tryggja að áætlunin standist hafi sjóðurinn í samstarfi við ríkisstjórnina ákveðið að hraða aðlögun í ríkisfjármálunum. Í öðru lagi verði gjaldeyrishöftum aflétt síðar en búist var við. Í þriðja lagi hafi Ísland upplýst norðurlandaþjóðirnar að skuldirnar væru meiri en upphaflega var áætlað. Það hafi orðið til þess að betri vaxtakjör buðust á lánum frá þeim en ella.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×